Tillögur um tímabundna hagræðingu í grunnskólastarfi

Samband íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga
Undanfarið hafa staðið yfir viðræður Sambands íslenskara sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um mögulegar leiðir til þess að hagræða í grunnskólastarfi.

Tilefni viðræðnanna er sá vandi sem mörgum sveitarfélögum er á höndum vegna alvarlegs tekjusamdráttar, en á yfirstandandi ári stefnir hann í að verða u.þ.b. 10 milljarðar króna.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú lagt fram tillögur sem gera myndu sveitarfélögunum kleift að svara hagræðingarkröfu til grunnskólans á næstu tveimur skólaárum, einkum með tímabundnum breytingum á grunnskólalögum. Tillögurnar hafa verið sendar mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem þær eru til nánari skoðunar. Jafnframt hefur sambandið óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Kennarasambands Íslands til þess að kynna fyrir þeim inntak helstu leiða sem virðast færar við núverandi aðstæður.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is