Tilraunaverkefni í jarðgerð á vegum Vesturbyggðar

Kæru íbúar

Vesturbyggð ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni í samvinnu við hóp íbúa varðandi moltugerð.  Hugmyndin er að stofna 10 til 15 manna hóp íbúa sem eru tilbúnir að jarðgera lífrænt sorp og útbúa moltu á sínu heimili. Hópurinn hittist og fær fræðslu um hvernig best er að standa að slíkri jarðgerð og eftir það verður gerður samningur á milli hópsins og Vesturbyggðar um framkvæmdina. Vesturbyggð leggur til jarðgerðartunnu og í staðinn minka íbúar það sorp sem þarf að senda í Fíflholt.

Ef vel tekst til er ætlunin að útvíkka verkefnið á næsta ári til fleiri íbúa.  Allt er þetta gert til þess að minka það sorp sem senda þarf út af svæðinu og þá um leið lækka kostnað við sorpförgun.

Vesturbyggð auglýsir nú eftir íbúum sem eru tilbúnir að koma í slíkan hóp og áhugasamir eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna eða senda tölvupóst á slokkvilid@vesturbyggd.is

Kveðja

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is