Tóbakslaus bekkur

Samkeppnin Tóbakslaus bekkur er hafin en keppnin er nú haldin í þrettánda sinn.

Skráning er í gangi og geta allir 7. og 8. bekkir á landinu tekið þátt í samkeppninni, svo fremi að enginn nemendanna noti tóbak.

Samkeppnin Tóbakslaus bekkur fer nú fram á vegum Embættis landlæknis en var áður á vegum Lýðheilsustöðvar og hét þá Reyklaus bekkur.

 

Skrá þarf bekki í síðasta lagi 5. desember 2011.

 

Þátttaka í samkeppninni hefur alltaf verið mjög góð og yfir 300 bekkir hafa tekið þátt ár hvert. Allir nemendur fá litla gjöf eftir áramót sem umbun fyrir þátttöku. Í lok janúar og mars verða svo dregnir út nokkrir bekkir sem vinna geisladiska.

 

Alls tíu bekkir sem senda inn lokaverkefni vinna til verðlauna!

 

Bekkir sem velja að senda inn lokaverkefni geta unnið fé til að ráðstafa eins og bekkurinn sjálfur kýs að gera. Upphæðin nemur 5.000 krónum fyrir hvern skráðan nemanda í bekknum. Möguleika á að vinna til verðlauna eiga aðeins þeir sem senda inn lokaverkefni. Það getur t.d. verið í formi veggspjalda, auglýsinga, stuttmynda eða fræðsluefnis um tóbaksvarnir.

 

Eftir miðjan maí 2012 verða úrslitin tilkynnt.

 

Skráning og allar nánari upplýsingar eru á vefsíðu Tóbakslauss bekkjar: http://www2.lydheilsustod.is/tobakslausbekkur.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is