Tónleikar Karlakórs Dalvíkur

Karlakór Dalvíkur
Karlakór Dalvíkur
„Sjómennska frá landnámi til vorra daga" er yfirskrift tónleika Karlakórs Dalvíkur í félagsheimilinu á Patreksfirði á sumardaginn fyrsta 19. apríl kl. 20.30.

 

Með kórnum leika Daníel Þorsteinsson á píanó, Halldór G Hauksson á trommur og Júlíus Baldursson á skeiðar.

 

Höfundur dagskrárinnar er stjórnandi kórsins Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri en hann hefur útsett nokkuð af tónlistinni sérstaklega fyrir þessa dagskrá. Guðmundur Óli er af Kollsvíkurætt en faðir hans, Gunnar Björgvin Guðmundsson hafnarstjóri í Reykjavík, fæddist í Breiðavík og ólst upp á Patreksfirði.

 

Það er ástæðan fyrir því að Karlakór Dalvíkur leggur land undir fót til að flytja þessa dagskrá einmitt á Patreksfirði, því í vinnu við þessa dagskrá hefur Guðmundur Óli skynjað sterkt þær rætur sem tengja hann eins og svo ótalmarga Íslendinga við sjóinn í gegnum sögu og örlög forfeðra sinna.

 

Því eru þessir tónleikar tileinkaðir minningu Gunnars B. Guðmundssonar.

 

Gunnar Björgvin Guðmundsson fæddist í Breiðavík í Rauðasandshreppi 18. júlí 1925, sonur hjónanna Guðmundar Bjarna Ólafssonar, búfræðings og bónda í Breiðavík og Maríu Torfadóttur, húsfreyju frá Kollsvík.

 

Miðaverð er kr. 2.000,-

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is