Tónleikar Kristjáns Jóhannssonar

Kristján Jóhannsson tenórsöngvari verður með tónleika á Patreksfirði laugardaginn 24. apríl nk.

Á efnisskrá tónleikanna á Patreksfirði laugardaginn 24. apríl nk. verður fjöldinn allur af söngnúmerum, einsöngsaríur og dúettar m.a. úr Carmen svo fátt eitt sé nefnt.

Söngstjóri Karlakórsins Vestra, Mariola Kowalczyk mun m.a. syngja dúett með Kristjáni. Þá má geta þess að Karlakórinn Vestri og Kvennakórinn Bjarkirnar syngja einnig með Kristjáni.

 

Kristján Jóhannsson er fæddur á Akureyri. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sín í óperum Verdis. Hann hefur sungið í öllum þekktustu óperuhúsum, bæði á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum, og má þar t.d. nefna á La Scala og Metropolitan óperuna.

 

Tónleikarnir eru á vegum Karlakórsins Vestra.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is