Tónleikar Sunnukórsins og kórs Hvammstangakirkju

Sunnukórinn á Ísafirði heldur af stað í söngferðalag laugardaginn 11. október. Farið verður á suðursvæði Vestfjarða, þar sem fyrsta stopp er Sjúkrahúsið á Patreksfirði kl 13:00 en þar ætlar kórinn að syngja nokkur lög fyrir skjólstæðinga og alla þá eldri borgara sem heimangengt eiga. Ekkert gjald er heimt fyrir þann söng.

Síðar um daginn verður annað hljóð í strokknum því þá munu kór Hvammstangakirkju og Sunnukórinn bjóða Vestfirðingum til sönghátíðar í Tálknafjarðarkirkju. Hefst söngurinn þar kl. 17:00. Sameina kórarnir þar krafta sína og munu þeir syngja kirkjulega sem og veraldlega tónlist – allt frá Graduale til BG og Ingibjargar. Ekki er um sameiginlegan söng að ræða, heldur skiptast kórarnir á að syngja sínar dagskrár og má því búast við lífi í tuskunum og fjölbreyttri tónlist. Aðgangseyrir á þá tónleika er kr. 1000.-

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is