Tónleikar Tónlistarskóla Vesturbyggðar

Í lok tónleika Tónlistarskóla Vesturbyggðar í Patreksfjarðarkirkju 2010
Í lok tónleika Tónlistarskóla Vesturbyggðar í Patreksfjarðarkirkju 2010
Tónleikar Tónlistarskóla Vesturbyggðar fóru fram í síðustu viku í Birkmel, á Bíldudal og á Patreksfirði.

 

Fjöldi nemenda kom fram og léku á hljóðfæri sín eða sungu. Í vetur var kennt á píanó, hljómborð, fiðlu, blokkflautu, gítar og bassa auk söngkennslu. Þá fara fram árspróf í skólanum í yfirstandandi viku.

 

Í hljóðfærasjóð skólans hefur safnast nokkuð fé og á döfinni er að kaupa rafmagnspíanó, hljóðfæramagnara og hljóðkerfi fyrir næsta starfsár.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is