Tónlistarskóla Vesturbyggðar slitið

Tónlistarskóla Vesturbyggðar var slitið s.l. miðvikudag.

 31 nemandi stundaði tónlistarnám við skólann í vetur sem voru í söng- og hljóðfæranámi.

 4. nemendur voru á Bíldudal, 4. á Birkimel og 23 nemendur voru á Patreksfirði.

 

Þrír  nemendur tóku  stigspróf á Patreksfirði.

Þeir voru Martyna Czubaj á fiðlu, Ólafía Sigurrós Einarsdóttir á selló og  Róbert Orri Leifsson á gítar. 

Tveir nemendur tóku  stigspróf í tónfræði. Þeir voru : Dominika Ostaszewska og Martyna Czubaj.

Næstum allir nemendur skólans tóku árspróf.

 

Á stigsprófi með hæstu einkunn 9.3 var Róbert Orri Leifsson

Hæstu einkunn á ársprófi í hljóðfæraleik  með 9,8 var Klaudia Magdalena Kozuch á píanó.

Hæstu einkunn á stigsprófi í tónfræði með 9,8 var Martyna Czubaj

Hæstu einkunn á ársprófi í tónfræði með 9,8 var Sigurjón Józef Magnússon.

 

Skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar þakkaði öllum þeim sem komu að skólastarfinu með einum eða öðrum hætti. Fram kom í máli hennar að ekki væri annað hægt vera stoltur af nemendum skólans.  

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is