Tónlistarskóli Vesturbyggðar settur

Valur Smárason, Magni Smárason, Patrekur Örn Gestsson og Sigþór Freyr Þórsson
Valur Smárason, Magni Smárason, Patrekur Örn Gestsson og Sigþór Freyr Þórsson
Tónlistarskóli Vesturbyggðar verður settur í dag kl. 18.00 í skólanum við Stekka 21 á Patreksfirði.

Á sl. starfsári var skólinn fullsetinn og nokkrir á biðlista og allt stefnir í að hann verði einnig fullsetinn komandi starfsár. Kennt verður í vetur á píanó, hljómborð, gítar, bassa, fiðlu, selló og blokkflautu. Þá verða einnig kennd tónfræði, nótnalestur og söngur. Einnig verða samspil, samsöngur og hóptímar.

Í vetur verður kennt á Bíldudal fyrir hádegi á þriðjudögum og Birkimel fyrir hádegi á miðvikudögum. Á Patreksfirði verður kennt eftir hádegi frá mánudegi til föstudags. Það er ekkert eins gott fyrir sálina eins og tónlist og söngur.

Kennarar verða eins og sl. starfsár þær systur Mariola og Elzbieta Kowalczyk.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is