Umsóknarfrestur um styrki til atvinnumála kvenna

Umsóknarfrestur um styrki til atvinnumála kvenna rennur út í dag, 7. febrúar.

 

Ráðherra velferðarmála veitir styrkina, sem veittir hafa verið ár hvert síðan 1991, en umsjón með styrkveitingum hefur ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki.

 

Konur sem hafa góðar viðskiptahugmyndir eða reka fyrirtæki og eru að þróa nýjar vörur eða þjónustu, geta sótt um styrki sem geta numið allt að 2 milljónum króna.

 

Fyrirtækið/verkefnið þarf að vera í eigu konu/kvenna amk 50% og þarf að vera nýnæmi/nýsköpun í hugmyndinni auk þess sem hún þarf að skapa atvinnu til frambúðar. Ekki er skilyrði að vera með starfandi fyrirtæki.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is