Undirbúningshópur heimildamyndahátíðarinnar leitar til íbúa

Skjaldborg 2012
Skjaldborg 2012
Undirbúningshópur heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar 2012 vill koma því á framfæri við bæjarbúa að ýmsir möguleikar eru í kringum hátíðina.

Gott dæmi er pulsusala við bíóið sem hefur verið vinsæl meðal gesta. Margt annað er hægt að gera og er öllum utandagskráruppákomum, handverkssölu og hverju öðru sem hægt er að fella að dagskrá hátíðarinnar tekið fagnandi. Þeir sem hafa áhuga á að koma sér og sínu og framfæri í dagskránni eru beðnir að hafa samband við eftirfarandi aðila fyrir 1. apríl:
  • Hákon - 822 4019 - hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is
  • Alda - 845 5366 - alda@sjoraeningjahusid.is
Fjöldi gesta sem hefur komið á hátíðina undanfarin ár hefur verið rúmlega 300 en færri komast að en vilja vegna takmarkaðs gistipláss í bænum. Þess vegna hefur hátíðin opnað ættleiðingaskrifstofu sína í þriðja skiptið og vonast eftir góðum viðbrögðum.

Davíð er ættleiðingarstjóri hátíðarinnar og sér um að koma upplýsingum um falt húsnæði á www.skjaldborg.com. Það eina sem íbúar þurfa að gera er að hafa samband fyrir 1. apríl ef þeir vilja bjóða upp á gistingu, Davíð - 891 7426 - david@patro.is.

Dagana 25.-28. maí verður sjötta Skjaldborgarhátíðin haldin. Hátíðin hefur fest sig vel í sessi, orðin þekkt á öllu landinu og ekki er gert ráð fyrir neinu öðru en súpergóðri hátíð þetta árið.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is