Undirbúningur á lokastigi fyrir Sjómannadaginn

Allt er að verða klárt fyrir sjómannadagin á Patreksfirði og eru bæjarbúar að leggja lokahönd á skreytingar en sérstök verðlaun verða fyrir bestu skreytingu þetta árið.

Sjómannadagsráð er farið að stað með sölu á bolum,húfum flöggum, borðum o.m.fl og er gengið í hús en einnig verður hægt að kaupa varning yfir helgina.

Yngri kynsslóðin er byrjuð að smíða kassabíla fyrir rallýið á laugardeginum en það er nýr dagskrárliður hjá okkur og verður á laugardegunum. Fleirri dagskrár liðir verða við höfnina þar á meðal verður flakari sem sýnir handtökin og hefur Fjarðarlax lagt til fisk í flökun og líka fiskvinnslan Oddi.  Þá verður Grímur Barði við grillið að gefa fólki smakk af sjávarafurðum.
Svo minnum við á sjóstangveiðina og dorgveiðkeppnina sem verður að morgni laugardags.

Þá hefur verið ákveðið að ef það verður rigning að vinaleikar færast í Íþróttahúsið og byrjar það kl 10:00

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is