Undirritun samkomulags um málefni fatlaðra

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
Í gær var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjárhagslegar forsendur fyrir flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.

Þetta er viðamesta endurskipulagning á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frá flutningi grunnskólanna árið 1996. Tekjur sem nema 10,7 milljörðum króna flytjast til sveitarfélaganna á næsta ári samhliða yfirfærslu málaflokksins þann 1. janúar 2011.

 

Með samkomulaginu er lagður grunnur að því að færa ábyrgð á fjármögnun þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og tryggja sveitarfélögunum sanngjarnan fjárhagsramma sem tekur tillit til umfangs verkefna. Jafnframt er tekið mið af brýnni þörf fyrir aðhald í opinberum rekstri og sameiginlegum áformum ríkis og sveitarfélaga um að bæta afkomu hins opinbera og skapa þannig forsendur fyrir lækkun skulda.

 

Framundan er vinna við undirbúning nauðsynlegra lagabreytinga vegna yfirfærslunnar og gerð heildarsamnings við sveitarfélögin. Gert er ráð fyrir að slíkur samningur liggi fyrir eigi síðar en um miðjan september nk.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is