Upplestrarkeppnin í Vesturbyggð og Tálknafirði

Upplestrarkeppnin fór fram í Bíldudalskirkju 10. mars.

Átta nemendur frá Birkimel, Bíldudal og Tálknafirði tóku þátt ( það er enginn 7. bekkur á Patreksfirði í ár).

Keppnin fór einstaklega vel fram og var gaman að hlusta á nemendur lesa sögur og flytja ljóð.

Úrslit urðu þannig:

1.sæti: Matthías Karl Guðmundsson, Bíldudalsskóla

2.sæti: Birna Sólbjört Jónsdóttir, Bíldudalsskóla

3.sæti: Ágúst Vilberg Jóhannsson, Birkimelsskóla

 

Páll Kristinn Jakobsson Birkimelsskóla fékk viðurkenningu fyrir frumsamið ljóð og Tomas Erich Steinarsson Tálknafjarðarskóla fékk viðurkenningu fyrir ljóðalestur. Óskum við þeim öllum og kennurunum þeirra til hamingju með góðan árangur.

 

Foreldrafélagið á Bíldudal sá um kaffihlaðborð og Gísli Ægir, Viðar og Helgi sáu um tónlistarflutning. Kunnum við þeim öllum og öðrum sem komu að undirbúningi keppninnar bestu þakkir fyrir. Einnig þökkum við stuðningsaðilum og þá sérstaklega Sparisjóðnum sem gefur verðlaunaféð.

 

Skrifaðu athugasemd:



Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is