Uppskeruhátíð og hvatningarverðlaun ferðaþjóna

Ása Dóra Finnbogadóttir, formaður Ferðamálafélags V.-Barð., hvetur fólk eindregið til að senda inn tilnefningar til hvatningarverðlauna í vestfirskri ferðaþjónustu.

 

Allra síðustu forvöð eru að gera þetta því að „uppskeruhátíð" vestfirskra ferðaþjóna verður í Dýrafirði á laugardag. Verðlaunin verða veitt einstaklingi eða fyrirtæki í greininni sem starfar í fjórðungnum og álitið er að skarað hafi fram úr á árinu 2011 varðandi nýsköpun, þjónustu eða umhverfisstefnu..

Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn sendanda og hver er tilnefndur ásamt dálitlum rökstuðningi sem þarf að vera minnst tvær til þrjár setningar. Tilnefningarnar skal senda í netfang Ferðamálasamtaka Vestfjarða, vestfirdir@gmail.com, merktar „Tilnefning".

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is