Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara 9. apríl 2011 um gildi laga nr. 13/2011, sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar, er hafin hjá sýslumanninum á Patreksfirði, Aðalstræti 92, Patreksfirði.

Hægt er að kjósa á skrifstofutíma frá kl. 9 - 12 og 13 - 15:30 virka daga.

 

Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16 fjórum dögum fyrir kjördag eða eigi síðar en kl. 16 þriðjudaginn 5. apríl 2011.

 

Kjósandi, sem vill greiða atkvæði utan kjörfundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum.

 

Kjósendum er bent á upplýsingar á vefnum kosning.is.

 

Athygli er vakin á því að hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öðrum sýslumönnum.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is