Útivistartími barna og unglinga

Nú fer í hönd tími hátíðahalda á suðursvæði Vestfjarða.

Barnarverndarnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps og Lögreglan á Vestfjörðum hvetja allar fjölskyldur til  þess að njóta ánægulegrar samveru við þau tækifæri og huga að útivistartíma barna og unglinga.

Sími barnaverndar á kvöldin og um helgar er 868 2963., sími Neyðarlínu er 112.

Í barnaverndarlögum segir eftirfarandi: Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is