Úttekt KPMG á lagafrumvarpi um stjórn fiskveiða

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð fékk ráðgjafa og endurskoðendafyrirtækið KPMG til að reikna úr áhrif lagafrumvarps um stjórn fiskveiða sem nú liggur fyrir Alþingi enda eru bæði sveitarstjórnarmenn og forráðamenn fyrirtækja allt í kringum landið uggandi yfir þeim áhrifum sem frumvarpið kann að hafa, þá sérstaklega frumvarp um aukið veiðigjald sem gerir ráð fyrir að fyrirtæki greiði árlega 70% af EBIDTA fyrirtækis, þ.e. reiknaðan rekstarafgang fyrirtækis fyrir fjármagnsgjöld og skatta.

 

Fyrirtækin í Vesturbyggð munu greiða yfir 200 milljónir í veiðigjald miðað við boðað lagafrumvarp. Er það mjög varlega áætlað. Til samanburðar má nefna að útsvarstekjur Vesturbyggðar voru 308 milljónir á síðasta ári.

 

Í rannsókn Shirans Þórissonar framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á atvinnulífi og sjávarútvegi á Vestfjörðum kemur fram að sjávarútvegurinn skapi beint 53% af tekjum Vestfjarða og greiði um 41% launa. Sú tala er líklega vanreiknuð fyrir sunnanverða Vestfirði. Í þeirri rannsókn kemur einnig í ljós að EBITDA sjávarútvegs-fyrirtækja á Vestfjörðum árið 2009 nægði ekki til að fyrirtækin gætu staðið við skuldbindingar sínar.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is