Úttektir á framhaldsdeildinni og leikskólanum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið birti niðurstöður tveggja úttekta á skólastarfi á suðursvæði Vestfjarða í lok síðasta árs.

 

Annars vegar var gerð úttekt á framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Vestfjörðum og hins vegar var gerð úttekt á leikskóla Vesturbyggðar.

 

Framhaldsdeildin - helstu niðurstöður

 • Kennslufyrirkomulagið í framhaldsdeildinni ýtir yndir sjálfstæð vinnubrögð og getur því nýst nemendum vel í háskólanámi og atvinnulífi.
 • Hlutfall nemenda úr útskriftarárgöngum grunnskóla Vesturbyggðar og Tálknafjarðar sem sækja framhaldsdeildina hefur hækkað síðan deildin var stofnuð sem getur gefið til kynna faglegt traust til deildarinnar.
 • Brottfall nemenda í framhaldsdeild er undir meðaltali brottfalls FSN sem bendir til stuðnings bæði foreldra og starfsmanna við námið.
 • Úttektin bendir til að árangur sé svipaður og árangur nemenda í Grundarfirði, meðaleinkunnir nemenda á Patreksfirði í áföngum hafa hækkað.
 • Almennt eru nemendur og foreldrar ánægðir með deildina, leiðsögn og stuðning starfsmanna þar og í flestum tilfellum aðstoð og stuðning kennara í Grundarfirði.
Úttekt á tilraunaverkefni um rekstur framhaldsskóladeildar á patreksfirði (PDF 1,3 KB)

 

Leikskólinn - helstu niðurstöður

Úttektin beindist sérstaklega að tengslum aðalnámskrár við skólanámskrá skólans og framkvæmd laga, aðalnámskrár og skólanámskrár í daglegu starfi.

 • Úttektin leiðir í ljós að skólinn uppfyllir að mestu leyti kröfur aðalnámskrár um námssvið og námsþætti.
 • Börnunum í leikskólanum virðist líða vel.
 • Starfsfólkið er almennt jákvætt.
 • Húsnæði er ágætt og heimilislegt.
 • Nálægð er við náttúruna sem nýtist í starfinu.
 • Ágæt tengsl virðast milli leikskóla og grunnskóla.
 • Fjárhagslegur rekstur skólans hefur gengið vel.

 

Úttekt á Leikskóla Vesturbyggðar 2010 (PDF 874 KB)

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is