Vatnavinir Vestfjarða hljóta evrópsk ferðamálaverðlaun

Vatnavinir
Vatnavinir
Einn áfangastaður er valinn frá hverju þátttökuríki í Evrópu og hljóta verðlaunahafar titilinn „2010 EDEN Destination for Sustainable Aquatic Tourism".

Verðlaunaafhendingin og kynning á öllum verðlaunaáfangastöðunum fór fram í tengslum við Evrópska ferðamáladaginn í Brussel 27. september sl.


Vatnavinir Vestfjarða er samstarfshópur í heilsutengdri ferðaþjónustu þar sem landeigendur, ferðaþjónar, stjórnsýsla og aðrir áhugamenn á Vestfjörðum vinna í nánu samstarfi með Vatnavinum og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða sem hlúð hafa að framgangi verkefnisins. Markmiðið er að þróa vestfirskt aðdráttarafl á heimsvísu tengt náttúru, heilsu, baðmenningu og vatni og auka þannig verðmætasköpun innan svæðisins.

 

Samstarfshópurinn Vatnavinir Vestfjarða hvetur til sjálfbærrar nýtingar náttúrulauga á Vestfjörðum og nýjunga í heilsuþjónustu er stuðla að fjölgun ferðamanna á Vestfjörðum á næstu árum.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is