Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir rannsóknarstyrki

Vaxtarsamningur Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki fyrir nema.

 

Verkefnin eiga að tengjast rannsóknum, nýsköpun og þróun í ákveðinni atvinnugrein eða fyrir atvinulífið í heild sinni og eiga verkefnin að miðast við uppbyggingu samfélags og atvinnulífs á Vestfjörðum. Hvatt er til samstarfs við fyrirtæki innan Vestfjarða.

Verkefnin eiga að vera t.d. lokaverkefni í grunnháskólanámi (BS, BA gráða) eða loka verkefni í framhaldsnámi (MSc, MBA, MRM, MA, PhD- gráða eða sambærileg gráða). Umsóknafrestur er til 1. maí næstkomandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Vaxvest.

Einnig veitir Neil Shiran Þórisson , shiran@vaxvest.is upplýsingar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is