Vélgæsla

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Námskeiðið Vélgæsla verður haldið á Patreksfirði dagana 30. september-7. október.


Kennari: Guðmundur Einarsson.
Verð kr: 85.000 -
Staður: Þekkingarsetrið Skor
Námskeið hefst: 30/09/2011 - Umsóknarfrestur til: 27/09/2011
Fjöldi kennslustunda: 85

Námskeiðið er haldið í samstarfi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Guðmundar Einarssonar kennara. Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)).

Að loknu 7 eininga viðbótarnámi sem skilgreint er í námskrá öðlast vélavörður rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)).

Skráning fer fram í Fræðslumiðstöð Vestfjarða með því að hafa samband í síma 8451224 eða á vef. Einnig er hægt að skrá sig hjá Guðmundi í síma 896 3697.

 

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is