Vestfirðir, ljósmyndabók

Vestfirðir, ljósmyndabók
Vestfirðir, ljósmyndabók
Ný ljósmyndabók er komin út og í henni má finna yfir 100 ljósmyndir frá Vestfjörðum sem 50 Vestfirðingar hafa tekið.


Bókin byggist á því að safna saman 50 Vestfirðingum í eina bók, þar sem hver og einn fær eina opnu fyrir sínar myndir af Vestfjörðum. - Vestfirðingar að mynda Vestfirði.

Ljósmyndararnir eru jafnt áhuga- og atvinnumenn, þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun og aðrir sem hafa myndað í yfir hálfa öld. Allt frá 15 ára stelpu til karla á besta aldri. Fyrir vikið verður bókin einstaklega fjölbreytt, myndefni margvíslegt og víðsvegar af Vestfjörðum.

Bókin fer í sölu í Vestfirzku verzluninni, Ísafirði og Mál og Menningu, Reykjavík í dag. Fleiri sölustaðir munu svo bætast við á næstu dögum.

Bókin er styrkt veglega af Menningarráði Vestfjarða.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is