Vestri hefur æfingar

Karlakórinn Vestri
Karlakórinn Vestri
Karlakórinn Vestri verður með fyrstu æfingu vetrarins í Patreksfjarðarkirkju kl. 20 í kvöld, mánudagskvöld.

 

Kórinn býður nýja félaga velkomna á fyrstu æfingu til liðs við gömlu jaxlana. Æfingar fara allra jafna fram á mánudögum kl. 20. Síðasta vetur var æft á Patreksfirði og Bíldudal.

 

Áhugasamir karlar geta haft samband við Guðmund formann í síma 897 2563 eða Helga ritara í síma 891 8477 og tilkynnt komu sína.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is