Vesturbyggð auglýsir eftir dagforeldrum

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Daggæslu í heimahúsum er sinnt af sjálfstætt starfandi dagforeldrum sem hafa formlegt leyfi yfirvalda til þess að gæta barna í heimhúsum.

 

Leyfi eru veitt samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum og reglum Vesturbyggðar.

 

Reglur Vesturbyggðar um niðurgreiðslur til dagforeldra miðast við börn frá 9 mánuða aldri eða frá þeim tíma sem sameiginlegu fæðingarorlofi foreldra er lokið, eða 6 mánuði ef foreldri fer eitt með forræði barns. Í undantekningartilvikum má víkja frá þessu ákvæði ef sérstakar aðstæður kveða á um. Sækja þarf um undanþágu til félagsmálanefndar.

 

Niðurgreiðslur fyrir hvert barn miðast við lágmarks 4 klst vistun á dag. Niðurgreiðslur vegna barns renna beint til dagforeldra.

 

Áhugasamir geta sótt um styrk til Vesturbyggðar til minnháttar breytingar á húsnæði og umhverfi, í samræmi við reglugerð nr. 907/2005, auk styrks til leikfangakaupa. Öll ráðgjöf varðandi undirbúning og framkvæmd er veitt hjá Vesturbyggð.

 

Samkvæmt reglugerð félagsmálaráðuneytis nr. 907/2005 þurfa þeir aðilar sem ætla að starfa við daggæslu barna í heimahúsum í Vesturbyggð að sækja um starfsleyfi til félagsmálanefndar Vesturbyggðar.

 

Félagsmálanefnd veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsi gegn gjaldi. Óheimilt er að taka börn í gæslu án þess leyfis.

 

Skilgreiningar.
1. Daggæsla. Með daggæslu er átt við gæslu barna á tímabilinu frá kl. 7.00 til 19.00 á virkum dögum.
2. Heimahús. Með heimahúsi er átt við íbúðarhúsnæði dagforeldra. Íbúðarhúsnæði er varanlegt húsnæði sem ætlað er til svefns, matar og daglegrar dvalar þeirra sem þar búa. Í undantekningartilvikum getur félagsmálanefnd/félagsmálaráð samþykkt að íbúðarhúsnæði sem sérstaklega er tekið á leigu undir daggæslu teljist heimahús enda aðbúnaður ekki lakari en ef um einkaheimili væri að ræða og að húsnæðið henti vel undir daggæslu.

 

Áhugasömum er bent á að snúa sér til félagsmála- og frístundafulltrúa sem veitir leiðbeiningar og ráðgjöf. Sími 4502300 (frá 10:30-15.00) eða felagsmalafulltrui@vesturbyggd.is.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is