Vesturland og Vestfirðir eitt embætti

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
Gert er ráð fyrir að Vesturland og Vestfirðir verði að einu löggæsluumdætti frá áramótum samkvæmt tilltögu vinnuhóps á vegum dómsmálaráðherra.

Lögregluumæmum fækkar þá úr fimmtán í sex. Skýrsla vinnuhópsins var kynnt fyrir ríkisstjórn í gær. Samkvæmt skýrslu vinnuhópsins sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í sumar, er miðað við að lögregluumdæmum fækki í sex og þau verði, samkvæmt nýjum lögum, þessi:

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu,
lögreglustjórinn á Suðurnesum,
lögreglustjórinn á Vesturlandi,
lögreglustjórinn á Norðurlandi,
lögreglustjórinn á Austurlandi og
lögreglustjórinn á Suðurlandi.

Mörk svæðanna verði ekki lögfest, samkvæmt tillögu vinnuhópsins, heldur ákveðin með reglugerð að fenginni umsögn viðkomandi lögreglustjóra og sveitarstjórna. Ný embætti eiga að taka formlega til starfa 1. janúar 2010. Vinnuhópurinn tekur ekki afstöðu til þess hvar lögreglustjórarnir komi til með að sitja.

 

Skrifaðu athugasemd:



Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is