Við mótum skólastefnu saman!

Við mótum skólastefnu saman!

Hvernig getum við eflt skólana í Vesturbyggð?
Hvernig sjáum við skólana okkar eftir tíu ár?
Hvað viljið þið setja á oddinn í skólamálum?
Hvað er brýnast að gera? Hvaða leiðir viljið þið fara?

 

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið að mótun skólastefnu fyrir Vesturbyggð. Lögð er áhersla á að allir íbúar eigi þess kost að taka þátt í þessu starfi ásamt fræðslunefnd, stjórnendum og starfsfólki skólanna, nemendum og foreldrum.

Með þessu bréfi er boðað er til fyrstu funda um þessa stefnumótun. Fundur með foreldrum og íbúum verða sem hér segir:

á Bíldudal verður í Bíldudalsskóla miðvikudagskvöldið, 29. janúar, kl. 20.00-21.30;

á Barðaströnd í Birkimelsskóla fimmtudagskvöldið, 30. janúar, kl. 20:00-21.30 og með íbúum

á Patreksfirði í Patreksskóla laugardaginn 1. febrúar, kl. 11.00-13.00.

Umræður verða í hópum í því skyni að sem flestir geti komið skoðunum sínum á framfæri. Vegna undirbúnings og veitinga biðjum við fólk um að skrá sig með því að senda tölvupóst til vefstjori@vesturbyggd.is eða hringja í síma 450-2300 og tilkynna þátttöku.

Fundur með starfsmönnum skólanna verður í Patreksskóla föstudaginn 31. janúar kl. 14.00-16.00. Fundað verður með nemendum í skólunum á skólatíma. Fundir með nemendum eru hljóðritaðir svo unnt sé að vinna úr niðurstöðum og eru þeir foreldrar sem ekki vilja að börn sín taki þátt í þeim beðnir að láta skólastjórnendur vita. Börnin eru ekki spurð að nafni og upptökum er eytt um leið og svör þeirra hafa verið skráð.

Fundunum stjórnar dr. Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands sem ráðinn hefur verið til að stýra þessu stefnumótunarstarfi. Öllum er velkomið að hafa samband við Ingvar um þetta verkefni í síma 896 3829 eða með því að senda tölvupóst á þetta netfang: skolastofan@skolastofan.is.

Það er von okkar að sem allra flestir sjái sér fært að leggja af mörkum til þessa mikilvæga verkefnis.

Með ósk um góðar undirtektir,

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is