Viðburðarík helgi framundan á Minjasafninu að Hnjóti 24.-25. ágúst

 

Laugardaginn 24. ágúst

Kl. 15:00 Fulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu verða í heimsókn á Minjasafninu á Hnjóti og flytja erindi í tengslum við ljósmyndasýninguna „Björgunarafrekið við Látrabjarg.“ Í erindinu verður fjallað um samanburð björgunarafreksins við Látrabjarg 1947 við nútímann og þær breytingar og þróun sem átt hafa sér stað hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Slysavarnafólk er sérstaklega hvatt til að mæta í einkennisfatnaði samtakana.

 

Sunnudaginn 25. ágúst

Kl. 14:00 Barnaleiðsögn um safnið

Kl. 15:00 Hákon Ásgeirsson landvörður fjalla um náttúru Látrabjargs, mikilvægi náttúruverndar og landvörslu á svæðinu. Látrabjarg er stærsta fuglabjarg Evrópu og er alþjóðlega mikilvægt varpsvæði sjófugla. Þar er stærsta álkubyggð í heimi, en um 40 % álkustofnsins verpir í Látrabjargi. Svæðið er á náttúruminjaskrá sökum mikilfengslegs landslags, fuglabjargs, fjöldi minja um búskap við sjó og sjósókn fyrri tíma. Verndargildi svæðisins er mikið og mikilvægt er að því verði viðhaldið. Síðla sumars 2011 hófst landvarsla á Látrabjargsvæðinu í fyrsta skiptið í umboði landeigenda á svæðinu. Hvernig getum við verndað svæðið samhliða fjölgun ferðamanna?

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is