Vigtarmaður í afleysingu

Vesturbyggð
Vesturbyggð
Vesturbyggð auglýsir eftir vigtarmanni í afleysingu við Patrekshöfn.

 

Auglýst er eftir vigtarmanni í afleysingar við Patrekshöfn. Við leitum að samviskusömum og duglegum einstaklingi með tölvuþekkingu og menntun sem nýtist í starfi til að sjá um afleysingar á vigtun við Patrekshöfn og aðrar hafnir Vesturbyggðar eftir þörfum. Kostur er ef viðkomandi hefur réttindi sem vigtarmaður.

 

Nánari upplýsingar veita: Sigurður Pétur Guðmundsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og Hjörtur Sigurðsson, hafnarvörður.

 

Umsóknir og ferilskrá berist á bæjarskrifstofu eða á netfangið: asthildur@vesturbyggd.is.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is