Villibráðarhlaðborðin í Bjarkalundi tímasett

Villibráð
Villibráð
Villibráðarhlaðborðin í Bjarkalundi í ár hafa verið tímasett laugardagana 13. og 20. nóvember.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Nú þegar er búið að tímasetja hin árvissu og vinsælu jóla- og villibráðarhlaðborð í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit þennan veturinn, en þau verða laugardagana 13. og 20. nóvember.

Dagskrá á fagnaðinum, verð og matseðill verða auglýst þegar nær dregur. Meðal dýrategunda sem undanfarin ár hafa gefið hráefni í matinn eru hreindýr, selur, gæs, lundi og hrefna. Einnig hafa verið á borðum lambalæri og nautakjöt ásamt laxi og síld og mörgu öðru.

Ráð er fyrir áhugasama að fara að panta sér borð.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is