Vímuvarnarvikan - vika 43

Vímuvarnarvikan 43
Vímuvarnarvikan 43
  • Vika 43 - virðum rétt barna gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna
  • Vika 43 - verndum börn gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna

Vika 43, vímuvarnavikan, verður 23.-30. október í ár en þetta er áttunda árið sem þessi vika er tileinkuð vímuvörnum.

 

Vika 43 er vettvangur félagasamtaka sem hafa forvarnir að markmiði starfs síns eða vilja leggja vímuvörnum lið, til þess að vekja athygli á forvarnastarfi og áfengis- og vímuefnamálum; varpa ljósi á viðfangsefni forvarna og kynna sérstaklega starf sem unnið er á vettvangi félagasamtaka; vekja athygli landsmanna á mikilvægi forvarna, einkum forvörnum gagnvart börnum og unglingum og; virkja þekkingu, styrk og samstöðu grasrótarsamstarfs til eflingar forvarnastarfs.

 

Að þessu sinni er í viku 43 athygli beint að rétti barna og ungmenna til vímulauss lífs og verndun þeirra gegn neikvæðum áhrifum neyslu áfengis og annarra vímuefna, eins og mælst er til í yfirlýsingu aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá árinu 2001 og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þennan rétt barna þarf að verja með ýmsum hætti og í vikunni verður kastljósi beint að því í hverju þessi réttur felst og hvernig Íslendingar standa sig hvað þetta varðar.

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is