Vinabæjarheimsókn

Vinabæjarheimsókn stendur nú yfir í Vesturbyggð.

 

Tuttugu og átta Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar eru í heimsókn. Danirnir koma frá Bogense, Norðmennirnir frá Svelvik, Svírarnir frá Vadstena og Finnarnir frá Naantali.

 

Heimsóknin stendur fram á sunnudag og ýmislegt verður gert til skemmtunar hópnum, fyrir utan hefðbundin fundahöld, eins og sigling um Arnarfjörð, heimsókn á Látrabjarg og Rauðasand, heimsókn í Sjóræningjasafn og Skrímslasetur.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is