Vinnufundur Breiðafjarðarfléttunnar

Fléttan
Fléttan
Aðstandendur Breiðafjarðarfléttunnar funda dagana 12. og 13. febrúar í Langaholti um svæðisbundna vöruþróun og uppbyggingu í fuglaskoðun með aðstoð færustu sérfræðinga.

 

Gert er ráð fyrir að Vestfirðingar og aðrir geti farið með Baldri fimmtudaginn 11. febrúar og gist í Langaholti og svo er farin aukaferð með Baldri laugardaginn 13.2.kl.15.00.

 

Svanborg Siggeirsdóttir stjórnarformaður Breiðafjarðarfléttunnar setur fundinn á föstudagsmorgni en síðan flytur Hrafn Svansson framkvæmdastjóri Gavia Travel erindi um fuglaskoðara og hvers vegna svæðið sé áhugavert fyrir þá viðskiptavini. Þá verða flutt erindi um tækifæri í samstarfi rannsóknastofnana og ferðaþjónustunnar, áhugaverða fugla á svæðinu og staði sem merkja mætti sem áfangastaði.

 

Að erindum loknum starfa vinnuhópar með aðstoð sérfræðinga. Á laugardeginum er svo kynning Ingólfs Stefánssonar frá Ferðaskrifstofunni Safaris á vetrarferðamennsku en fundinum lýkur upp úr hádegi á laugardeginum.

 

Breiðafjarðarfléttan, eða „Fléttan," er samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Snæfellsnesi, í Dölum og á sunnanverðum Vestfjörðum. Hugmyndafræðin að baki fuglaskoðunarverkefnisins byggir á því að með aðstoð sérfræðinga, svo sem líffræðinga, náttúrufræðinga og markaðsfræðinga verði búin til verðmæti í ferðaþjónustu sem eru stíluð inn á fuglaáhugamenn.

 

Nánir upplýsingar veitir Guðrún Eggertsdóttir, verkefnisstjóri, gudrun@atvest.is, 843 0580.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is