Vorhreinsun og rusl í geymslugirðingunni á Patreksfirði.

Miðvikudaginn 17. maí 2017 fer fram vorhreinsun þegar félagar í íþróttafélaginu Herði týna rusl á Patreksfirði. Um helgina 20. og 21. maí eru allir íbúar sveitarfélagsins hvattir til að taka þátt í átakinu og huga að görðum og týna rusl í nærumhverfi sínu. Sömuleiðis eru fyrirtæki í sveitarfélaginu hvött til að hreinsa rusl og taka til á lóðum og á starfssvæði sínu.

Í tengslum við hreinsunarátakið á að taka til og henda rusli sem geymt hefur verið innan geymslugirðingarinnar í Fjósadal á Patreksfirði. Þeir aðilar sem telja sig eiga hluti sem geymdir hafa verið innan geymslugirðingarinnar eru hvattir til að fjarlægja þá eða tilkynna til Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði að óskað er að hlutirnir verði áfram geymdir innan girðingarinnar. Gjald fyrir geymslu er 191 kr. á mánuði fyrir hvern fermetra.

Þeir hlutir sem enginn bendir á sem sína eign verður fargað eftir 1. júlí nk.

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is