Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 73 milljarða árið 2009

Þetta er sextándi mánuðinn í röð sem vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður.

Hann nam tæplega 73 milljörðum króna á síðasta ári þegar bráðabirgðatölum desembermánaðar hefur verið bætt við fyrstu ellefu mánuði ársins.

Vöruskipti í desember voru hagstæð um tæpa 7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Útflutningur nam 42,0 milljörðum króna og innflutningur tæpum 35,1 milljarði króna. Í desember 2008 var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 24 milljarða króna.

 

Vísbendingar eru um minna verðmæti útfluttra sjávarafurða en meira verðmæti útflutts áls í desember 2009 miðað við nóvember 2009. Þá eru vísbendingar um minna verðmæti innflutts eldsneytis og hrá- og rekstrarvara í desember 2009 miðað við nóvember 2009.

 

Samkvæmt endanlegu uppgjöri síðastliðins nóvembermánaðar voru vöruskipti í honum hagstæð um 6,2 milljarða króna. Fyrstu ellefu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 432,5 milljarða króna og inn fyrir 366.6 milljarða.

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is