Yfirlýsing frá stjórn Íslenska kalkþörungafélagsins

Islenska kalkþörungafélagið
Islenska kalkþörungafélagið
Stjórn Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við útblástur frá verksmiðju félagsins á Bíldudal.

 

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

 

„Af gefnu tilefni vill stjórn Íslenska Kalkþörungafélagsins ehf. koma því á framfæri að unnið hefur verið markvisst að því undanfarna mánuði að bæta hreinsibúnað fyrir útblástur frá verksmiðjunni.

 

Síðastliðið vor var ráðist í miklar fjárfestingar og tekin upp rafhitun við þurrkun kalkþörunga í stað þess að nota innflutt gas. Samtímis var settur upp vothreinsibúnaður til að fanga kalkryk í útblæstrinum. Áður voru notaðar þurrsíur.

 

Samt sem áður komu upp ýmis vandamál við þessar breytingar og fyrir kom að rykmengun frá verksmiðjunni var óviðunandi. Stjórnendur verksmiðjunnar biðja íbúa Bíldudals velvirðingar á því. Verulegur árangur hefur náðst við að draga úr rykmengun og áfram verður unnið að þvi markmiði að losna við allt ryk í útblæstri verksmiðjunnar.

 

Kalkþörungaverksmiðjan er komin til að vera og er nú þegar hornsteinninn í atvinnulífi Bílddælinga. Starfsmenn verksmiðjunnar eru 18 og einnig hafa skapast nokkur afleidd störf. Á næstu misserum verður ráðist í stækkun verksmiðjunnar og framleiðsla aukin. Fyrirsjáanlegt er því að störfum muni áfram að fjölga.

 

Að lokum má geta þess að Bíldudalshöfn er nú þegar orðin ein af stærstu útflutningshöfnum landsins og full ástæða til bjartsýni þrátt fyrir hrun hefðbundinna atvinnuvega við Arnarfjörð."

 

Skrifaðu athugasemd:Til baka
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is