Kveikt á ljósum jólatrjáa

Ljósin tendruð á Friðþjófstorgi á Patreksfirði þriðjudaginn 5.desember kl 17.00. Boðið verður upp á ilmandi heitt súkkulaði og piparkökur og ýmis skemmtileg tónlistaratriði.

Lions býður öllum frítt í jólabíó kl 18.00.

Á Bíldudal verða ljósin tendruð á Baldurshagatorgi fimmtudaginn 7.desember kl 17.00. Boðið verður upp á ilmandi heitt súkkulaði og piparkökur og ýmis skemmtileg tónlistaratriði.

Allir innilega velkomnir.

Bæjarstjóri


Meira

Ferjan Baldur

Vegna bilunar í aðalvél Baldurs falla allar ferðir ferjunnar niður þar til annað verður tilkynnt.

Viðgerð hefur staðið yfir frá því í gær og var unnið í alla nótt.
Ekki er ljóst á þessari stundu hve langt stopp ferjunnar verður.
Farþegabáturinn Særún mun sigla eitthvað í fjarveru Baldur, nánar um það síðar.

Nánari upplýsingar verða sendar út þegar umfang bilunarinnar og lengd viðgerðartíma liggur fyrir.

Vinsamlegast fylgist með fréttum á vefsíðu Sæferða 


Meira

Vatnslaust og sambandsleysi.

Vatnslaust er á hluta  Patreksfjarðar eða lítið rennsli. Ekki er vitað hvað veldur, unnið er að því að finna út úr biluninni. Eins er net og símasambandslaust á bæjarskrifstofunni, unnið er að viðgerð.


Meira

Áfangastaðaáætlun DMP á Vestfjörðum, forgangsröðun verkefna

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Vestfjarða unnið að því að gera áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, m.t.t. þarfa gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Markmið fundanna er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu. Á fundunum verður einnig ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða.

Það er því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu á svæðinu.

Fundurinn á suðursvæði Vestfjarða í Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 21. nóvember nk. frá klukkan 9:00 til 12:00


Meira

Vatnsveita á Patró

Vegna leitar að vatnsleka á Patreksfirði verður lokað fyrir nokkrar götur tímabundið í kvöld 16. nóvember eftir kl: 18:00

Hver og ein lokun á ekki að standa lengi yfir.

Beðist er velvirðingar á þessu.

 

Vatnsveita.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is