Aukning flugferða á Bíldudal

Frá og með 1. mars mun flugfélagið Ernir auka við þjónustu sína og bæta við ferð á fimmtudögum og verður flogið tvisvar þá daga.

Flugtímar verða eftirfarandi:

Morgunflug

RKV-BIU 09:30-10:10

BIU-RKV 10:30-11:10

Síðdegisflug

RKV-BIU 16:45-17:25

BIU-RKV 17:45 -18:25


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 21. febrúar 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 318. fundur, haldinn 24. janúar.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 827. fundur, haldinn 5. febrúar.

3.Bæjarráð – 828. fundur, haldinn 20. febrúar.

4.Atvinnu- og menningarráð – 19. fundur, haldinn 5. febrúar.

5.Fræðslu- og æskulýðsráð – 39. fundur, haldinn 15. febrúar.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 44. fundur, haldinn 15. febrúar.


Meira

Upplýsingasíða fyrir almenningssamgöngur

Sett hefur verið upp upplýsingasíða á facebook fyrir almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar verður hægt að nálgast upplýsingar allt sem viðkemur samgöngunum. Ef fella þarf niður ferðir vegna veðurs eins og kom fyrir nú í vikunni verða upplýsingar um það framveigis settar þar inn.

Síðuna má finna hér.


Meira

Endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar og kynning á lagningu ljósleiðara á Barðaströnd - ATH breytt tímasetning!

Kynningarfundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd fimmtudaginn 1.mars n.k. kl.15. 

Megin markmið fundarins er að fá íbúa sveitarfélagsins til þess að taka virkan þátt í aðalskipulagsvinnunni og koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri varðandi aðalskipulagið.

Jafnframt mun verkefni um lagningu ljósleiðara á Barðaströnd verða kynnt íbúum.

Vonast er til að íbúar Vesturbyggðar fjölmenni á þennan fund og láta sig málið varða.


Meira

Áfangastaðaáætlun DMP á Vestfjörðum, forgangsröðun verkefna

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Vestfjarða unnið að því að gera áfangastaðaáætlun fyrir Vestfirði. Verkefnið snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi áfangastað, m.t.t. þarfa gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Markmið fundanna er að fara yfir nokkur atriði sem tengjast þessari vinnu. Á fundunum verður einnig ákveðið hver forgangsverkefni hagsmunaaðila á svæðinu verða.

Það er því mikilvægt að sem flestir mæti og taki þátt í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu á svæðinu.

Fundirnir eru öllum opnir. Skráning fer fram á www.westfjords.is/dmp

Upplýsingar veitir Magnea Garðarsdóttir - magnea@vestfirdir.is eða í síma 450-3051

22. febrúar 2018 – kl. 09:00-12:00 – Félagsheimilið Patreksfirði

 


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is