Deiliskipulag - Landspilda úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði

Samkvæmt 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst skipulagslýsing að eftirfarandi
deiliskipulagi: 
 
Landspilda úr Fremri-Hvestu í Arnarfirði

Um er að ræða deiliskipulag  fyrir um 4ha spildu úr landi Fremri‐Hvestu, landnr. L:140442, rétt utan við Gölt, neðanundir svokallaðri Andahvilft. Markmiðið er að reisa frístundahús á lóðinni og er byggingarreitur u.þ.b. fyrir miðju lóðar í 100m  fjarlægð frá miðlínu vegar. Leyfilegt byggingarmagn verður ákvarðað nánar í deiliskipulagi, en má  gera ráð fyrir samanlögðu byggingarmagni 100‐150m² innan byggingarreits, í 1‐2 húsum  (frístundahús + gestahús/geymsla).  

Skipulagslýsing er í kynningu frá 29. janúar til 12. febrúar 2018 og er hægt að skila inn ábendingum og athugasemdum til sveitarfélagsins til lok dags þann 12. febrúar. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar. 

Lýsinguna má sjá hér.


Virðingarfyllst
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar


Meira

Umsóknarfrestur fyrir neðangreind byggðarlög er til og með 2. febrúar 2018

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 604/2017 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2017/2018.

  • Bolungarvík
  • Akureyrarkaupstaður (Grímsey og Hrísey)
  • Borgarfjörður eystri
  • Djúpivogur

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum 

sbr.auglýsing (II) nr. 17/2018 í Stjórnartíðindum

  • Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður og Bíldudalur)
  • Ísafjarðarbæ (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og Ísafjörður)
  • Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður).

Umsóknareyðublað 

Samningur við vinnslu 

Vakin er athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

Nánari upplýsingar 

Umsókn skal skila í tölvupósti á byggdakvoti@fiskistofa.is

Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar 2018


Meira

Verðfyrirspurn vegna lagningu ljósleiðara á Barðaströnd

Vesturbyggð óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi einingarverð í eftirfarandi vinnuþætti vegna fyrirhugaðrar vinnu við lagningu ljósleiðara á Barðaströnd, frá Holti að Brjánslæk, á árinu 2018.

Verkið felst í plægingu stofni ljósleiðara, plæging á heimtaugum, frágangur í brunnum, splæsing ljósleiðara og tenging við símstöð.

Helstu magntölur:

Heildarplæging á stofni 30 km.  Plæging á heimtaugum 11 km. 20 stk brunnar. 

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á gerdur@vesturbyggd.is

Skila á gögnum á skrifstofu Vesturbyggðar fyrir klukkan 11:00 föstudaginn 2. febrúar 2018 merktum „ljósleiðaralögn á Barðaströnd 2018“ eða í tölvupósti á netfangið gerdur@vesturbyggd.is


Meira

Klippikort Vesturbyggðar 2018 – móttaka sorps á gámastöðvum

1 af 2

Öllum eigendum fasteigna í Vesturbyggð sem greiða sorpeyðingargjald til sveitarfélagsins verður afhent klippikort fyrir gjaldskyldan heimilisúrgang (sjá flokkun hér fyrir neðan) sem losa má á gámastöðvum á Patreksfirði og á Bíldudal. Kortið verður afhent á bæjarskrifstofunni á Patreksfirði og á skólaskrifstofunni á Bíldudal. Þeir sem ekki eiga þess kost að sækja sitt kort á framantalda staði geta fengið kortið sent í pósti til sín. Tilkynna má um þá ósk í síma 4502300 eða senda tölvupóst á vesturbyggd@vesturbyggd.is. Ónýtt klippikort frá árinu 2017 gildir áfram.

 


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður að Aðalstræti 63, Patreksfirði,, miðvikudaginn 24. janúar 2018 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 317. fundur, haldinn 7. desember.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 824. fundur, haldinn 18. desember.

3.Bæjarráð – 825. fundur, haldinn 9. janúar.

4.Bæjarráð – 826. fundur, haldinn 23. janúar.

5.Fræðslu- og æskulýðsráð – 38. fundur, haldinn 9. janúar.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 42. fundur, haldinn 11. desember.

7.Skipulags- og umhverfisráð – 43. fundur, haldinn 10. janúar.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is