Plastpokalausir sunnanverðir Vestfirðir

Í dag 15.11.2017  byrja verslanir  á sunnanverðum Vestfjörðum að bjóða upp á margnota poka til láns í sínum verslunum. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun  í heiminum.  Nú geta viðskiptavinir fengið poka að láni í stað þess að kaupa plastpoka. Margir eiga sína eigin poka og koma með þá að heiman  og er það best. Ef taupokinn gleymist heima er hægt að fá lánaðan taupoka  í stað þess að kaupa plastpoka.

Boomerang er alþjóðlegt verkefni þannig að það má skila pokunum aftur hér á landi  á merktri Boomerang pokastöð og  erlendis. 


Meira

Bæjarstjórnarfundi frestað.

315. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar sem vera átti miðvikudaginn 22. nóvember 2017 er frestað til miðvikudagsins 29. nóvember nk. og hefst hann kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.


Meira

Innviðauppbygging í Vesturbyggð

Undanfarið ár hefur Vesturbyggð unnið að undirbúningi fyrir verkefni sem ætlað er að kortleggja stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og hvernig hægt er til framtíðar að skapa aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem hafa vaxið hratt og hafa hug á að efla sig enn frekar innan sveitarfélagsins. Með auknu fiskeldi og aukningu í öðrum atvinnugreinum hefur orðið viðsnúningur í atvinnumálum í Vesturbyggð. Þetta hefur einnig gert það að verkum að nokkurskonar vaxtaverkir hafa orðið m.t.t innviða eins og á hafnarsvæðum, á fasteignamarkaði svo dæmi séu nefnd.

Fundur fyrir fyrirtæki í fiskeldi og skyldum atvinnugreinum verður haldinn  miðvikudaginn 8. nóvember klukkan 16-17:30 í félagsheimilinu á Patreksfirði.

Fundur fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og skyldum atvinnugreinum verður haldinn fimmtudaginn 9. nóvember klukkan 17-18:30 í félagsheimilinu á Patreksfirði.

Fundirnir eru opnir og er öllum þeim sem áhuga hafa á velkomið að sitja fundina.


Meira

Námskeið um þátttöku í sveitarstjórn

Ef þig langar að hafa áhrif á þitt nánasta umhverfi á þá ætlum við að kenna þér hvernig. 

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur standa saman að námskeiði um hvað felst í þátttöku í sveitastjórn.

Fulltrúar frá ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík segja ykkur frá verkefnum sveitarstjórna og nefnda og hvernig hægt er að hafa áhrif og Kristín Á. Ólafsdóttir kennir ykkur hvernig maður kemur skoðunum sínum á framfæri. Stutt og gagnlegt fyrir alla, líka þá sem hafa þegar einhverja reynslu.

Námskeiðið verður haldið á Patreksfirði 8. nóvember klukkan 17:30. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar.

Nú er tækifærið!


Meira

Skilti að gjöf frá Samgöngufélaginu

Formaður Samgöngufélagsins Jónas Guðmundsson afhenti Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóri Vesturbyggðar skilti að gjöf sem Vegagerðin hefur látið hanna til að merkja hleðslustöðvar fyrir rafbíla. 

Vesturbyggð fékk fyrr á árinu hleðslustöð að gjöf frá Orkusölunni. Stöðin er staðsett fyrir utan íþróttamiðstöðina Bröttuhlíð á Patreksfirði. 

Vesturbyggð þakkar Samgöngufélaginu gjöfina.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is