Skylmingar í Tálknafirði.

 

Guðjón Ingi Gestsson, forseti Skylmingasabands Íslands, mun heimsækja Tálknfirðinga næstkomandi helgi og afhenda útbúnað til skylminga, þ.e. sverð grímur hanska og stakka. Jafnframt mun hann halda námskeið í Íþróttahúsi Tálknafjarðar og kennana helstu undirstöðuatriði skylminganna. Námskeið fyrir 14-95 ára verður föstudaginn 8. feb. kl. 18:30 en fyrir börn 8-13 ára laugardaginn 9. feb. kl. 13:00. Öllum er heimill aðgangur, algerlega ókeypis og eru áhugasamir hvattir til að mæta.

Í kjölfar námskeiðsins munu tveir til þrír heimamenn fara til Reykjavíkur á námskeið í þjálfun skylmingamanna og halda uppi reglulegum æfingum.

Vonumst eftir því að fá að sjá sem flesta. Frekari upplýsingar veitir Sveinn Valgeirsson í síma 862-5467.

Skylmingafélag Tálknafjarðar, Gladii Rustici.

Uppeldi sem virkar - Foreldranámskeið fellur niður

Foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar sem halda átti næstu helgi, 8.-10. febrúar hefur verið fellt niður vegna ónógrar þátttöku. Kannað verður með aðra möguleika í apríl.
Félagsmálafulltrúi

Höfðingleg gjöf til Tónlistarskóla Vesturbyggðar

Jensína útibússtjóri, Elzibieta tónskólastjóri og Ragnar bæjarstjóri.  mynd Bríet Arnar
Jensína útibússtjóri, Elzibieta tónskólastjóri og Ragnar bæjarstjóri. mynd Bríet Arnar

Tónlistarskóli Vesturbyggðar var endurvakinn nú á nýbyrjuðu ári.

Í dag,  1. febrúar, færði Sparisjóður Vestfirðinga á Patreksfirði, Hljóðfærasjóð Tónlistarskóla Vesturbyggðar 500.000 króna gjöf til kaupa og viðgerða á hljóðfærum skólans.
Við afhendingu gjafarinnar kom fram í máli Jensínu Kristjánsdóttir útibússtjóra sjóðsins að hún vonaðist til að peningarnir kæmu í góðar þarfir og sagði það ákaflega gleðilegt að búið væri að ráða kennara við skólann. Hún bauð nýjan skólastjóra skólans sérstaklega velkomin til starfa í Vesturbyggð.

Skólastjóri Tónlistarskólan Vesturbyggðar, Elzbieta Anna Kowalczyk, þakkaði útibússtjóra fyrir stórkostlega gjöf til handa skólanum. Í máli hennar kom m.a. fram að hún vonaðist til að samvinna og samstarf við bæjarbúa í Vesturbyggð verði jákvætt og skemmtilegt í komandi framtíð, þar sem ,,að tónlistin og söngurinn eflir sálina”
Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ragnar Jörundsson, tók undir þakkir til Sparisjóðsins og bauð nýjan skólastjóra og kennara velkomin til starfa.

Bjart yfir Vesturbyggð

mynd Bríet Arnar
mynd Bríet Arnar
1 af 10

Mikil litadýrð var yfir Vesturbyggð í morgun þegar glitský mynduðust á himni. 
Fréttaritari Vesturbyggðarsíðunnar brá sér út í kuldann og tók nokkrar myndir.

Tekið af vísindavef Háskóla Íslands:
"Glitský eru ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.

Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (svonefnt perlumóðurlag í perluskeljum), og eru þau því nefnd perlumóðurský (e. nacreous clouds) í ýmsum tungumálum.

Þau myndast þegar óvenju kalt er í heiðhvolfinu (um eða undir -70 til -90 °C) og eru úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrata (til dæmis HNO3 3H2O). Þessi síðarnefndu ský geta valdið ósoneyðingu, en yfirborð ískristallanna getur verkað sem hvati í efnaferli þar sem klór í heiðhvolfinu breytist í skaðleg ósóneyðandi efni (til dæmis klórmónoxíð, ClO).

Kristallarnir í skýjunum beygja sólarljósið, en mismikið eftir bylgjulengd þess. Þannig beygir blátt ljós meira en rautt. Rauða ljósið kemur því til okkar undir öðru horni en það bláa, þannig að okkur sýnist það koma frá öðrum hluta glitskýsins. Litaröðin frá jaðri inn til miðju skýsins er stundum eins og vísuorðin: gulur, rauður, grænn og blár en oft er skýið einnig hvítt í miðju. Litirnir eru líka háðir stærðardreifingu agna í skýjunum, þannig að oft má sjá rauða, gula og græna flekki í bland."

Fasteignagjöld 2008

Fasteignagjöld 2008

Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is