Mótvægisaðgerðir til eflingar ferðaþjónustu

Mótvægisaðgerðir 2008 

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita alls 160 milljónum króna til eflingar ferðaþjónustu á þeim svæðum sem verða fyrir aflasamdrætti vegna skerðingar á veiðiheimildum.

Auglýst er eftir umsóknum um stuðning við verkefni til atvinnusköpunar í ferðaþjónustu á ofangreindum svæðum.

Umsækjendur geta verið sveitarfélög, einstaklingar og fyrirtæki og er hámarksstyrkur til hvers verkefnis 8 milljónir kr.

Verkefnin verði unnin á árunum 2008-2009 og verður styrkurinn greiddur í tvennu lagi, helmingur hvort ár. Seinni greiðslan er háð árangursmælingu í samræmi við ákvæði í umsókn, en hver umsækjandi gerir tillögu að árangursmælikvarða fyrir viðkomandi verkefni.


Við afgreiðslu umsókna verður sérstaklega litið til langtímaáhrifa verkefna á sköpun nýrra starfa á svæðunum og hversu hratt störfin geta orðið til. Ekki er um að ræða styrki til menntunar eða rannsókna.

Umsóknum skal skila á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem hægt er að nálgast hér á vefnum (sjá terngil hér fyrir neðan).

Umsóknum skal skila til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
eða Ferðamálastofu, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík fyrir 5. febrúar 2008.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í iðnaðarráðuneytinu.
 
Umsóknareyðublað (Word-skjal)

Auglýsing til útprentunar (pdf)

Verðlaun veitt í jólasögusamkeppni bókasafnanna í Vesturbyggð

Þann 21. desember s.l. voru veitt verðlaun fyrir innsendar sögur í jólasögusamkeppni bókasafnanna í Vesturbyggð. Þrjú aðalverðlaun voru veitt og voru vinningshafar:

Veronika Karen Jónsdóttir 1. bekk Bíldudal (1.-4. bekk)

Ágústa Mattý Pálsdóttir 9. bekk Bíldudal  (8.-10. bekk)

Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir 7. bekk Patreksfirði  (5.-7. bekk)


Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal. Veronika hlaut í verðlaun bókina um afa ullarsokk en Ágústa og Ingibjörg Heimsmetabók Guinness 2008.


Þökkum frábæra þátttöku og dómurum vel unnin störf!


Athugið að vinningssögurnar liggja frammi á bókasöfnunum og er ætlunin að birta þær hér á heimasíðunni ef höfundarnir veita til þess leyfi sitt.


Bókasöfnin vilja með þessu leggja áherslu á að þau eru lifandi söfn þar sem allir gefa fundið eitthvað við sitt hæfi. Kynntu þér endilega bóksafnið þitt.

Bókaverðir

Skólasetning Tónlistarskóla Vesturbyggðar

Tónlistarskóli Vesturbyggðar verður formlega settur laugardaginn 5.janúar nk. kl. 14.00 í húsnæði skólans við Stekka 21 á Patreksfirði


Nemendur skólans og  foreldrar/forráðamenn þeirra eru sérstaklega hvattir til að mæta.


Drodzy mieszkancy Vesturbyggð
Rozpoczecie Roku Szkolnego Szkoly Muzycznej 5 stycznia 2008 roku o godzinie 14:00.(ul. Stekka 21 Patreksfjörður)


Zapraszamy Wszystkich Serdecznie!Velkomin í  Tónlistarskóla VesturbyggðarGleðilega hátíð

Patreksfjarðarkirkja mynd Bríet Arnar
Patreksfjarðarkirkja mynd Bríet Arnar
Vesturbyggð óskar íbúum Vesturbyggðar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar.

Um hátíðina hefur verið einstaklega jólalegt og fallegt hér fyrir vestan.  Drifhvít fönnin liggur yfir öllu og jólaljós í nánast öllum gluggum.  Fært hefur verið á milli byggðakjarna yfir jólin og íbúar komist þangað sem þeir vilja.  Allir hér í kring í jólaskapi og jafnvel Kleifakallinn var færður í jólabúning. 

Á laugardaginn er jólaball á Patreksfirði sem kvennfélagið og Lionsklúbburinn sjá um, á Bíldudal er jólaballið á sunnudaginn og þar er kosin jólaballsnefnd sem sér um ballið.  Á Barðaströnd verður jólaball í Birkimel á morgun, föstudag, og þar sér þorrablótsnefndin um jólaballið.

Jólabækurnar komnar á bókasöfnin

Nú eru jólabækurnar farnar að streyma inn á bókasöfn Vesturbyggðar og öruggt mál að ýmsir hafa beðið þeirra með nokkurri óþreyju. Hér eru nokkrir íslenskir titlar úr ýmsum áttum:


Harðskafi                        
Þúsund bjartar sólir         
Aska                              
Englar dauðans               
Óreiða á striga                
Nornin í portobello            
Guðni                          
Útkall
Skáld-Rósa
Beygluð og brotin hjörtu
Gælur,fælur og þvælur


Það ættu því flestir að finna hér eitthvað við sitt hæfi. Mun fleiri titlar hafa borist bæði innlendir og útlenskir. Kíktu á bóksafnið og kynntu þér málið. Það verður vel tekið á móti þér!

Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is