Skólamáltíðir og Kalkþörungar á Bíldudal.

Umjónarmaður Vesturbyggðarsíðunnar var á ferð um Bíldudal í dag.  Kom við í félagsheimilinu Baldurshaga þar sem börn á grunnskólaaldri bið spennt eftir hádegisverði dagsins.  Í matinn  var pizza og fengu börnin svo girnilegt ávaxtasalat í eftirrétt.  Þegar umsjónarmaður ræddi við börnin um matinn og tilhögun hans voru þau öll sem eitt sammála því að maturinn sem þau væru búin að fá væri mjög góður og þau hlakkaði til framhaldsins.  Gaman var að sjá hversu stillt og prúð börnin voru meðan beðið var eftir matnum og tóku svo mjög vel á móti matráðnum sem kom með hvern bakkann á fætur öðrun  hlaðinn pizzum.  Að sögn foreldra eru bæði grunn- og leikskólabörnin mjög ánægð með þessa nýbreytni að fá heitan mat í hádeginu og bíða leikskóla börnin spennt út í glugga í hverju hádegi eftir mátráðunum.  Að sögn matráðanna á Vegamótum þeirra Helgu og Hannesar er gaman að elda ofan í börnin og skólamötuneytið skemmtileg viðbót við reksturinn.

Ekki er hægt að koma við á Bíldudal án þess að keyra niður á höfn.  Þar lá dæluskipið Perla við höfnina og dældi kalkþörungum í lónið við Kalkþörungaverksmiðjuna.  Látum myndirnar tala sínu máli.

Atburðadagatal á heimasíðu Vesturbyggðar.

Vert er að minnast á atburðadagatal sem í boði er á heimasíðu Vesturbyggðar.   Á dagatalið eiga að koma helstu atburðir í Vesturbyggð og dagsetningar þeirra.  Félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir geta komið upplýsingum til umsjónarmanns heimasíðu Vesturbyggðar á netföngin ba@vesturbyggd.is og vesturbyggd@vesturbyggd.is.  

Ef upplýsingar eru sendar til umsjónarmanns með góðum fyrirvara ætti atburðadagatalið að nýtast vel og geta orðið til þess að ekki eru margir atburðir í gangi á sama tíma.  Umsjónarmaður hvetur til þess að atburðadagatalið verði mikið notað og ætti það þá að koma íbúum að góðum notum.  Viðburðir sem eiga erindi inn á atburðadagatalið eru t.d. fundir félagasamtaka, skemmtikvöld, fyrirlestrar, afmæli félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana, menningarviðburðir og svo mætti lengi telja.

Nemendur ánægðir með fyrstu skólamáltíðina í Patreksskóla

Heitur matur í hádeginu
Heitur matur í hádeginu
1 af 7

Í hádeginu í dag var í fyrsta sinn heitur matur í sal Patreksskóla.  Nemendur mættu í salinn hver af öðrum fullir tillhlökkunar um heitan mat í hádeginu.  Í þessum fyrsta hádegisverði var boðið upp á heimalagðar fiskibollur, kartöflur og grænmeti.  Tóku börnin hraustlega til matar síns og mátti heyra margar skemmtilegar athugssemdir um matinn eins og t.d. "Geðveikt gott,  vóv góður matur, ætli ég geti fengið meira og besti hádegisverður sem ég hef fengið hér".  Fréttamanni síðunnar var boðið í mat og getur staðfest að athugasemdir barnanna áttu mjög vel við og hádegisverðurinn mjög góður. 
Veitingastaðurinn Þorpið sér um mötuneytið í skólanum og var ekki annað að sjá en Kolbrún Pálsdóttir matráðskona væri ánægð með viðtökur barnanna.

 Í dag var einnig í fyrsta sinn boðið upp á heitan mat í hádeginu í Bíldudalsskóla og hyggst fréttamaður Vesturbyggðarsíðunnar fara þangað seinna í vikunni og taka myndir og spjalla við krakkana.

Félagsstarf eldri borgara

Ein umsókn barst um starf forstöðumanns félagsstarfs eldri borgara á Patreksfirði en var dregin til baka. Því er ljóst að enn frekari tafir verða á því að starfið geti hafist. Undirrituð hefur fengið ábendingar um fólk sem hugsanleg gæti komið til greina í störfin og óskar eftir því að fleiri láti í sér heyra. Hafir þú lesandi góður áhuga á því að kynna þér störfin þ..e. starf forstöðumanns og aðstoðarmanns, vinsamlega hafðu samband. Starfið er fjölbreytt og spennandi en nú verður nýtt fyrirkomulag tekið upp. Varðandi nánara skipulag vísast til eldri auglýsingar um starf forstöðumanns og aðstoðarmanns hér á heimasíðunni og til félagsmálafulltrúa, Elsu Reimarsdóttur, sími 4502300 eða með tölvupósti á elsa@vesturbyggd.is

Félagsmálafulltrúi Vesturbyggðar

Matseðlar vegna skólamáltíða

Hér fyrir neðan eru matseðlar vegna skólamáltíða fyrir bæði Bíldudal og Patreksfjörð. 

Matseðill á Patreksfirði í október
Matseðill á Bíldudal í október

Rétt er að benda forráðamönnum barna á Bíldudal og Patreksfirði að frestur til að sækja um áskrift að skólamáltíðum í október rennur út á morgun, föstudaginn 5. október.

Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is