Nýr vefur Menningaráðs Vestfjarða

Fjórði bekkur Grunnskóla Hólmavíkur og Victor Örn Victorsson skólastjóri.
Fjórði bekkur Grunnskóla Hólmavíkur og Victor Örn Victorsson skólastjóri.
Í morgun var opnaður nýr vefur Menningarráðs Vestfjarða á slóðinni www.vestfirskmenning.is. Á vefnum eru margvíslegar upplýsingar um menningarlíf á Vestfjörðum og starfsemi Menningarráðsins, fréttir af atburðum og tíðindi úr menningarlífinu, tenglar og upplýsingar um styrki Menningarráðsins ásamt vefformi með umsóknareyðublaði.
Það voru nemendur í 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem aðstoðuðu Jón Jónsson menningarfulltrúa Vestfjarða við að opna vefinn á Héraðsbókasafni Strandasýslu í morgun, eftir að hafa hlýtt á pistil um nýsköpun og gildi einstaklingsframtaksins í menningarstarfi. Lagt var út frá því hvað hefði breyst til hins betra á Hólmavík og Ströndum frá því nemendurnir sjálfir komu í heiminn fyrir 9 árum. Í framhaldi af því ræddi hópurinn á hvaða sviðum menningar- og félagslífið gæti verið öflugra, hvar sóknarfærin lægju og hvernig nemendurnir sjálfir gætu breytt heiminum til hins betra þegar fram líða stundir ef aðrir verða ekki fyrri til. Að loknum umræðum var svo vefurinn opnaður við mikinn fögnuð.
Með opnun vefjarins er einnig opnað fyrir styrkumsóknir til Menningarráðsins vegna menningarstarfs og menningarverkefna á árinu 2007. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 2. nóvember og eru eyðublöð og úthlutunarreglur aðgengilegar á vefnum. 
Vefurinn vestfirskmenning.is er unninn í vefumsjónarkerfinu Snerpil sem veffyrirtækið Snerpa á Ísafirði á veg og vanda að. Útlitshönnun var í höndum Ágústs Atlasonar hjá Snerpu.

Vesturbyggð auglýsir laust starf í þjónustumiðstöð, Patreksfirði.

Nýtt sorpflokkunarsvæði á Vatneyri
Nýtt sorpflokkunarsvæði á Vatneyri

Við leitum að starfskrafti í fullt starf frá og með 1. nóvember 2007. Aðalverkefni fellst í stjórnun og flokkun úrgangs á nýju sorpsöfnunar- og flokkunarsvæði á Patreksfirði auk annara tilfallandi starfa í áhaldahúsi.


Laun eru skv. kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar veitir forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Sigurður Pétur Guðmundsson í síma 456-1313 og bæjarstjóri í síma 450-2300.
Umsóknarfrestur er til 15. október 2007.

Skólamáltíðir í Grunnskólum Vesturbyggðar

Frá 15. október n.k.  stendur nemendum og starfsfólki til boða að kaupa heitan mat í hádeginu í Patreksskóla fjóra daga í viku, mánudaga til fimmtudaga og í Bíldudalsskóla fimm daga í viku mánudaga til föstudaga.

Maturinn fyrir Patreksskóla er keyptur af Veitingastaðnum Þorpinu og fyrir Bíldudalsskóla kemur maturinn frá Vegamótum.  Maturinn verður seldur í áskrift lágmark einn mánuð í senn (sjá reglur um skólamáltíðir).  Ekki er hægt að segja áskrift upp innan áskriftartímabils.  Mataráskrift framlengist sjálfkrafa nema henni verði sagt upp, sjö dögum fyrir mánaðarmót.
Verð fyrir hverja máltíð árið 2007, er kr. 300- fyrir alla, verð á skólamáltíðum er tengt neysluvísitölu og breytist tvisvar á ári 1. janúar og 20. ágúst ár hvert . Matur greiðist  fyrirfram einn mánuð í senn, að jafnaði á Patreksfirði kr. 4.800 (m.v. 16 máltíðir) og á Bíldudal kr. 6.000 ( m.v. 20 máltíðir). Ekki er gert ráð fyrir mánaðargreiðslum skv. framanrituðu í jóla- og páskaleyfum.  Aðeins er hægt að skrá nemendur í mat alla dagana og ekki verður endurgreitt vegna fjarvista eða veikinda nema þau vari samfellt í viku eða lengur.  Ath. að þar sem er um nýjung er að ræða hjá okkur, munu þessi atriði verða endurskoðuð um næstu áramót.  Gjalddagi greiðsluseðils er 1. hvers mánaðar. Dráttarvextir reiknast frá þeim degi og sé matur enn ógreiddur 30. sama mánaðar verður viðkomandi tekin úr mataráksrift frá og með næsta mánuði og þar til skuldin er greidd.
 
Í Patreksskóla verður maturinn framreiddur í gamla leikfimisalnum og á Bíldudal verður maturinn framreiddur í Félagsheimilinu Baldurshaga.  Matartími verður líklega tvískiptur í Patreksskóla og verður nánari útfærsla unnin í samráði við skólastjórnendur. 
 
Matseðill fjórar vikur fram í tímann verður birtur á heimasíðu skólans 15. hvers mánaðar.
 
Vinsamlega fyllið út eftirfarandi svarblað fyrir 5. okt. nk. ef þið óskið eftir að barn/börn ykkar verði í mataráksrift með ofangreindu fyrirkomulagi og skilið sem fyrst inn á bæjarskrifstofuna eða fax 456-1142.  Í framtíðinni verða rafræn umsóknar- og uppsagnareyðublöð á hér á heimasíðunni


F.h. bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Ragnar Jörundsson bæjarstjóri.

“Tvennir tímar” Forvarnarfræðsla fellur niður vegna veðurs

Fyrirlestur sem átti að halda í dag í Félagsheimili Patreksfjarðar fellur niður vegna veðurs. Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi VÍS biður fyrir kveðjur sínar og verður fyrirlesturinn nánar auglýstur síðar.

Félagsmála- og frístundafulltrúi Vesturbyggðar
Félag eldri borgara í Vestur Barðastrandarsýslu


Byggðakvóti Tálknafjarðar, Brjánslækjar í Vesturbyggð og Stykkishólmsbæjar

 
Fétt á vef Fiskistofu.

Byggðakvóti Tálknafjarðar, Brjánslækjar í Vesturbyggð og Stykkishólmsbæjar
 
26. september 2007 | 10:16
Byggðakvóti Tálknafjarðar, Brjánslækjar í Vesturbyggð og Stykkishólmsbæjar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt ný sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirtöldum sveitarfélögum: Tálknafirði, Brjánslæk í Vesturbyggð og Stykkishólmsbæ sbr. meðfylgjandi skjal .

Samkvæmt auglýsingu Fiskistofu, sem birtast mun víðar á næstunni, er hægt að sækja um byggðakvóta þessarra sveitarfélaga með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til 11. október nk.
Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is