Bæjarstjórarfundur - frestun

Bæjarstjórnarfundi sem vera átti miðvikudaginn 17. janúar 2018 er frestað um eina viku og verður haldinn miðvikudaginn 24. janúar 2018.


Meira

Áætlunarbíll - röskun á ferðum í dag 16.01.2018

Vegna ófærðar mun miðjuferð áætlunarbíls milli Patreksfjarðar - Tálknafjarðar og Bíldudals raskast. Einungis verður farið yfir til Tálknafjarðar frá Patreksfirði og til baka. Vegurinn yfir Hálfdán er ófær sem stendur og því ekki fært yfir á Bíldudal.

Síðasta ferð dagsins féll niður.


Meira

Nýr starfsmaður: Siggeir Guðnason

Við bjóðum velkominn til starfa Siggeir Guðnason

Siggeir hefur lokið námi í vélgæslu og vélstjórn og er menntaður sem neyðarflutningamaður.

Siggeir starfaði síðast sem vélstjóri hjá Odda hf. og hefur hann einnig unnið hjá Orkubúi Vestfjarða, verið hefilstjóri hjá Vegagerðinni og verkstæðismaður hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar.

Siggeir mun gegna starfi verkstjóra í áhaldahús Vesturbyggðar, Patreksfirði.


Meira

Laust starf á Arakletti

Óskum eftir starfsmanni á deild sem  fyrst í  janúar  Við leitum að leikskólakennara, leikskólaliða eða einstaklingi með aðra menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi. Araklettur er 3 deilda leikskóli á Patreksfirði. Lögð er áhersla á lífsmennt og læsi. Vakin er athygli á Skólastefnu Vesturbyggðar og jafnréttisáætlun Vesturbyggðar.


Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur til 28.12.2017 eða sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallveig Ingimarsdóttir í síma 450-2343 eða 8338343 og tölvupósti araklettur@vesturbyggd.is


Meira

Starfsleyfistillaga fyrir Olíudreifingu á Patreksfirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Vatneyri við Patreksfjörð. Ekki er um að ræða breytingar á stöðinn en þar hefur verið heimilt að geyma bæði bensín (allt að 200 m3) og aðra olíu.

Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Nánari upplýsingar má finna á vef Umhverfisstofnunar.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is