Lionsklúbbur Patreksfjarðar færir Bókasfni Patreksfjarðar gjöf.

Formaður Lionsklúbbs Patreksfjarðar, Leiknir Thoroddsen, afhenti Bókasafninu á Patreksfirði glæsilega gjöf í dag en Lionsklúbburinn styrkti bókasafnið til kaupa á húsgögnum fyrir yngstu notendur þess.

Krakkarnir úr lengdu viðverunni heimsækja bókasafnið alltaf á fimmtudögum og tóku við gjöfinni í dag fyrir hönd allra krakka á Patreksfirði. Með þessu hefur aðstaðan fyrir börnin batnað mikið og á Lionsklúbburinn þakkir skyldar fyrir þessa rausnarlegu gjöf.


Meira

Bætt verði við ferðum í vetraráætlun Baldurs

Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur beint þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að ferðum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs verði fjölgað í vetur í samræmi við óskir heimamanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Jafnframt verður bætt við ferðum í flugáætlun milli Bíldudals og Reykjavíkur frá 1. febrúar á næsta ári. Er þetta gert til þess að bregðast við miklum vexti í atvinnulífinu á svæðinu og aukinnar þarfar fyrir almenningssamgöngur.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands má sjá hér.


Meira

Innviðauppbygging í Vesturbyggð - FUNDUM FRESTAÐ

ATH - fundunum hefur verið frestað

Undanfarið ár hefur Vesturbyggð unnið að undirbúningi fyrir verkefni sem ætlað er að kortleggja stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu og hvernig hægt er til framtíðar að skapa aðstöðu fyrir þau fyrirtæki sem hafa vaxið hratt og hafa hug á að efla sig enn frekar innan sveitarfélagsins. Með auknu fiskeldi og aukningu í öðrum atvinnugreinum hefur orðið viðsnúningur í atvinnumálum í Vesturbyggð. Þetta hefur einnig gert það að verkum að nokkurskonar vaxtaverkir hafa orðið m.t.t innviða eins og á hafnarsvæðum, á fasteignamarkaði svo dæmi séu nefnd.

Nú er fyrsta skref verkefnisins að hefjast og mun verða opinn fundur með fyrirtækjum sem þjónusta t.d. fiskeldi og aðrar stærri atvinnugreinar innan Vesturbyggðar. Fundurinn verður haldinn  þriðjudaginn 24. október klukkan 17-18:30. Þann 25. október verður samskonar fundur þar sem aðilum í ferðaþjónustu verður boðið. Fundirnir verða báðir í anddyri félagsheimilis Patreksfjarðar.

Fundirnir eru opnir og er öllum þeim sem áhuga hafa á velkomið að sitja fundina.


Meira

Rafmagnsleysi á Patreksfirði

Vegna tengivinnu verður rafmagn tekið af hluta þéttbýlis á Patreksfirði aðfaranótt föstudagsins 29.09.2017.  Þetta eru hús á Aðalstræti 57 til 90, Stekkar 7 til 23, Brunnar 1 til 15 og Hlíðarvegur.  Rafmagn verður tekið af upp úr miðnætti  og áætlað að straumur verði kominn á aftur fyrir kl. 04:00.


Meira

Móttaka á járni í dreifbýli Vesturbyggðar

Gámaþjónusta Vestfjarða tekur á móti járni:

30. september – Hvesta við karabar. 12:00-15:00
7. október – Örlygshöfn við karabar. 12:00-15:00
14. október – Krossholt. 12:00-15:00

Bent er á að hægt er að nýta klippikortin, þeir sem ekki hafa klippikort geta fengið sendann reikning.

Forstöðumaður tæknideildar.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is