Kynningarfundur um snjóflóðavarnir á Bíldudal

Kynningarfundur um snjóflóðavarnir á Bíldudal verður haldinn í félagsheimilinu Baldurshaga fimmtudaginn 29. nóvember 2007 kl. 18:00.

Eftirtaldir aðilar kynna stöðu mála:
Þráinn Sigurðsson frá Framkvæmdasýslu ríkisins
Pétur Jónsson landslagsarkitekt hjá Landark
Kristinn Magnússon verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Norðurlands.
Hafsteinn Pálsson verkfræðingur Ofanflóðasjóði.

Eftir kynninguna verður fyrirspurnum svarað.


Bæjarstjóri.

Fræðslufyrirlestrar á Patreksfirði - fimmtudaginn 29. nóvember - Allt hefur áhrif

Fríða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi og næringarfræðingur verður með fyrirlestra á Patreksfirði fimmtudaginn 29. nóvember 2007, í félagsmiðstöðinni Vestend.
Fríða Rún er mörgum kunn fyrir afrek sín í frjálsum íþróttum en hún starfar nú sem sem næringarráðgjafi hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi, MEDICA. Jafnframt sinnir hún ráðgjöf í Laugum World Class, ÍSÍ, er unglingalandsliðsþjálfari FRÍ og varaformaður frjálsíþróttadeildar ÍR.


Koma Fríðu Rúnar er liður í verkefninu Allt hefur áhrif sem Vesturbyggð er aðili að (sjá nánar á  www.lydheilsustod.is ) og hún mun einnig sinna rfræðslu og áðgjöf við þá aðila sem sinna matreiðslu í mötuneytum leik- og grunnskólum Vesturbyggðar.


Eins og áður segir verður Fríða Rún með opna fyrirlestra á fimmtudaginn sem haldnir verða á Patreksfirði, í félagsmiðstöðinni Vestend (gengið inn í neðri skólabygginguna að ofanverðu – sami inngangur og í bóksafnið). Allir íþróttakrakkar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fyrri fyrirlesturinn.


Kl. 17.30-18.45  Næring Íþrótta- og Heilsuræktarfólks

Kl. 20.00-21.15  Hollt mataræði til bætrar heilsu og betri líðan


Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og þeim að kostnaðarlausu.

Innlit í handverkshúsið Svalborg á Bíldudal.

Svanur Þór upptekinn við að mála hús.
Svanur Þór upptekinn við að mála hús.
1 af 9
Fréttamaður Vesturbyggðarsíðunnar átti leið um Bíldudal í gær og rak þar augun í logandi kerti og jólastemmingu í gluggum Svalborgarinnar.  Fréttamaður ákvað að drepa á dyr og hleypa hjálfum sér svo inn þegar hann heyrði hlátrarsköllinn berast inn úr húsinu, inni í húsinu sátu handverkskonur uppteknar við verk sín.

Við borð handverkskvenna mátiti sjá fjölbreytt verkefni, sumar voru í jólaundirbúningi meðan aðrar sátu og prjónuðu, hekluðu eða saumuðu út.  Úr næsta herbergi kváðu við hlátrarsköll og svolítið háværari tónn en hjá konunum sjálfum og þegar fréttamaður kíkti inn þá vour þar nokkur börn sem sátu við lítið borð og föndruðu og skemmtu sér í sátt og samlyndi.

Notaleg stemming var í Svalborginni og gaman að sjá unga sem aldna vinna saman að áhugamálum sínum.  Greinilega vað að allir eru velkomnir í hópinn og aldurstakmörkin eru engin því fyrir utan eldhúsgluggan svaf yngsti meðlimur handverkshópsins og lét sér fátt um finnst þó greinilegt væri fyrir innan gluggan að jólin væru á næsta leiti.

Handverkskonurnar sýndu blaðamanni búta sem þær eru að prjóna og er samstarfsverkefni.  Bútana á að skeyta saman í ótrúlega langt skrímsli eða orm sem samkvæmt skilningi blaðamanns kemur til með að ná minnst tvo hringi um þorpið.

Fréttamaður kvaddi svo þetta litla notalega hús með frið í hjarta og þau orð í veganesti að það væri öllum velkomið að kíkja í handverkshúsið þann 1. desember n.k. þar sem hópurinn verður með handverkið sitt til sölu og þarð verður hægt að fá sér heitt súkkulaði og piparköku á vægu verði.

Matseðlar vegna skólamáltíða í desember

Hér má  sjá matseðla vegna skólamáltíða í desember

Patreksfjörður
Bíldudalur

Hjartahlýr kærleiksbjörn/birnir enn á ferð á Patreksfirði.

Kærleiksorð dagsins á Bæjarskrifstofunni
Kærleiksorð dagsins á Bæjarskrifstofunni
1 af 4
Kærleiksbjörninn á Patreksfirði er ekki kvöldsvæfur. 

Í morgun voru hjarthlý skilaboð hengd upp við fyrirtæki og stofnanir í bænum, kærleiksbjörninn fær Patreksfirðinga til að stoppa aðeins við í dagsins amstri og íhuga lífið og tilveruna.  Blaðamaður Vesturbyggðarsíðunnar getur vottað um það að vinnudagurinn byrjaði einstaklega vel og allir samstarfsmennirnir voru mun kátari og glaðari eftir að hafa lesið orð kærleiksbjarnarins eða reyndar kærleiksbjarnanna eftir því sem blaðamaður hefur eftir áræðanlegum heimildum. 

Blaðamaður Vesturbyggarsíðunnar vill eindregið hvetja kærleiksbirnina til dáða við að gleðja hjörtu okkar sem hér búum og er sannfærð um að samfélagið okkar verður örlítið hlýrra eftir að kærleiksbirnirnir hafa farið um bæinn.
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is