Starf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Patreksfirði

Fræðslumiðstöð Vestfjarða auglýsir eftir starfsmanni á Patreksfirði. Starfsmaðurinn verður hluti af teymi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem sinnir og þróar fullorðinsfræðslu á Vestfjörðum. Aðaláhersla í starfinu verður á Vesturbyggð og Tálknafjörð. Þá verður lítill hluti af starfinu vinna fyrir Vinnumálastofnun, samkvæmt samningi milli stofnananna þar um. 

Vinnuaðstaða verður góð í skapandi umhverfi í nýju og vistlegu húsnæði Þróunarsetursins á Patreksfirði.

 

Umsækjandi þarf að hafa háskólapróf, vera áhugasamur um velferð einstaklinga og viðgang vestfirskra byggða, getað unnið sjálfstætt og hafa góða samskiptafærni.

 

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi.

 

Kaup og kjör taka mið af kjarasamningum BHM.

 

Umsóknum skal skilað til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður.

 

Umsóknarfrestur er til 2. desember 2007.

 Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Jólasögusamkeppni bókasafnanna í Vesturbyggð

Sólarlag í nóvember
Sólarlag í nóvember

Föstudaginn 9. nóvember hófst jólasögusamkeppni bókasafnanna.  Keppt er í þremur flokkum; 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur og verða veitt bókaverðlaun fyrir fyrsta sætið i hverjum flokki. Allir nemendur eru hvattri til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu samkeppni. Eins og fram kom í leiðbeiningum og reglum sem nemendum var afhent sl. föstudag á að merkja söguna með dulnefni en skila í sér umslagi fullu nafni og símanúmeri, sem sett skal í umslagið með sögunni. Munið að skrifa utan á umslagið sem þið skilið í hvaða bekk þið eruð en ekki merkja með nafni.

Reglur keppninnar :
Efni sögunnar verður að tengjast jólunum á einhvern hátt. 
Merkja skal sögurnar sjálfar með dulnefni.  
Sagan má ekki vera lengri en 3-4 bls. miðað við 14 punkta letur. 
Vanda skal málfar en ekki er dregið niður fyrir innsláttar- og stafsetningarvillur.
Sagan má vera myndskreytt.

Skilafrestur er til 3. desember 2007. Verðlaunaafhending verður auglýst síðar.

Verðlaunasögurnar koma til með að liggja frammi á bókasöfnunum. Sögurnar verða einnig birtar á heimasíðu Vesturbyggðar ef höfundar gefa leyfi til þess.


Bókaverðir veita allar frekari upplýsingar.  

Dagforeldrar í Vesturbyggð

Nú hafa tveir dagforeldrar tekið til starfa í Vesturbyggð, bæði á Bíldudal og Patreksfirði. Foreldrar geta haft beint samband við dagforeldra eða félagsmálafulltrúa Vesturbyggðar, Elsu Reimarsdóttur í síma 450 2300 eða elsa@vesturbyggd.is

Josephine Therese Wade
Lönguhlíð 10
Bíldudal
Sími: 456 2216


Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir
Hjöllum 4
Patreksfirði
Sími: 431 3503 - 849 9442

Reglur Vesturbyggðar og umsóknareyðublöð verða hér á heimasíðunni innan skamms. Fram til þess eru foreldrar beðnir um að snúa sér til félagsmálafulltrúa.

 

Ferjan Baldur fer frá Stykkishólmi kl. 16:00 sunnudaginn 11. nóvember n.k.

Ákveðið hefur verið að seinka brottför ferjunnar á sunnudaginn 11. nóvember n.k. og verður farið frá Stykkishólmi kl 16:00 og frá Brjánslæk kl 19:00. Ferðin kl 11:00 frá Stykkishólmi fellur því niður.


Sunnudagur 11. nóv.


Frá Stykkishólmi       kl   16:00

Frá Brjánslæk            kl  19:00Opinn fundur í Skjaldborgarbíói mánudaginn 12. nóvember n.k.

Háskólasetur Vestfjarða

Opinn fundur
í Skjaldborgarbíói  Patreksfirði
Mánudaginn 12. nóvember
kl 17.00-18.30


Á dagskrá er kynning á þjónustu Háskólasetur á eftirfarandi:

- aðstoð við umsóknarskrif í innlenda og erlenda styrktarsjóði og kynning á þeim sjóðum sem standa okkur opnir – með sérstaka áherslu á norræna og evrópska styrktarsjóði.

- kynning á námi í frumgreinadeild sem hefst í janúar n.k. Námið er fyrir alla sem náð hafa 25 ár aldri og vilja komast í háskólanám, en hafa ekki stúdentspróf.


Sigurður Arnfjörð, sérfræðingur HSvest í alþjóðasamskiptum sér um kynninguna


Allir velkomnir

Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is