Góð mæting á kynningarfund um olíuhreinsistöð.

Hilmar F. Foss mynd Bríet Arnar.
Hilmar F. Foss mynd Bríet Arnar.
1 af 3

Atvinnumálanefndir Vesturbyggðar og Tálknafjarðar boðuðu til kynningarfundar um olíuhreinsistöð í Hvestu við Arnarfjörð.
Um 150 manns mættu á fundinn um  eða rúmlega 12% íbúa í Vestur-Barðastrandarsýslu,   Frá Íslenskum Hátækniiðnaði mættu Hilmar F. Foss, sem kynnti  fyrirhugaða olíuhreinsistöð, og Ólafur Egilsson .  Fundarstjóri var Skjöldur Pálmason.

Framsaga Hilmars var skýr og gafst fundarmönnum kostur á að koma með fyrirspurnir sem þeir og gerðu.  Helstu fyrirspurnir snéru að umhverfismálum, fjölda starfa og því hvenær hægt yrði að staðfesta hvort að af þessum áformum yrði og hvaða staðsetning yrði fyrir valinu. 


Meira

Menningarráð Vestfjarða auglýsir eftir styrkumsóknum

Menningarráð Vestfjarða hefur nú auglýst eftir styrkumsóknum vegna fyrri úthlutunar ráðsins til menningarverkefna árið 2008, en ætlunin er að úthluta styrkjum í apríl og október á þessu ári. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 14. mars næstkomandi. Í desember á síðasta ári úthlutaði Menningarráðið styrkjum í fyrsta sinn og fengu þá 52 vestfirsk menningarverkefni fjárhagsstuðning til ýmissa góðra verka. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vestfjörðum.


Meira

Misskilningur vegna aukaferðar Baldurs

Sá miskilningur varð varðandi aukaferð Baldurs 15. febr. nk. að um ranga dagsetningu var að ræða. Aukaferðin verður farin 7. mars nk. en þá fer hópur grunnskólanema á hið árlega "Samfés". Við biðjum alla afsökunar á þessum mistökum. Aukaferðin verður auglýst þegar nær dregur.

Aukaferð með Baldri!

Ferjan Baldur fer aukaferð á föstudaginn 15. febr. nk. Ferðir dagsins verða sem hér segir:
 

Frá Stykkishólmi          kl 09:00 og aftur kl. 15:00.

 

Frá Brjánslæk              kl 12:00 og aftur kl. 18:00.

Kynningarfundur um hugsanlega olíuhreinsistöð á Vestfjörðum.

Atvinnumálanefndir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar boða sameiginlega til almenns kynningar- og upplýsingafundar um mögulega olíuhreinsistöð í Hvestudal í Arnarfirði.

Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði mánudaginn 18. febrúar 2008 kl 20:30.

Hilmar F. Foss framkvæmdastjóri Íslensks hátækniiðnaðar ehf. mun vera með framsögu um olíuhreinsitöðvar og svarar fyrirspurnum.

Á fundinum gefst gott tækifæri að fá svör við mörgum spurningum sem brunnið hafa á fólki.

Allir velkomnir. Kaffi á könnunni.

Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is