Kærleiksbjörn á ferð um Patreksfjörð.

Þegar fréttamaður var á leið í vinnu í morgun fylltist hjarta hans af kærleik. Eftir endilögnu Aðalstrætinu mátti sjá bleikar og rauðar blöðrur sem skreyttu bæinn. Skemmst er að minnst kærleiksorðanna sem sem lágu undir rúðuþurrkum Patreksfirðinga fyrir rúmum mánuði síðan. Kærleiksbjörinn dularfulli gleður hjörtu samborgara sinna og mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar. Hvort Patreksfjörður er orðin Kærleiksþorp skal ósagt en með hjálp Kærleiksbjarnarins ættu Patreksfirðingar að vera á réttri leið. 

Matseðlar vegna skólamáltíða í nóvember.

Mynd tekin í matsal Patreksskóla
Mynd tekin í matsal Patreksskóla
Bíldudalur matseðill í nóvember 2007
Patreksfjörður matseðill í nóvember 2007
 
Enn geta foreldrar og forráðamenn skráð börnin sín í skólamötuneytið.  Eyðublöð er hægt að finn hér og skal þeim skilað á skrifstofu Vesturbyggðar.

Einstefnu á Aðalstræti aflétt

Tilkynning frá lögerglunni á Vestfjörðum/Patreksfirði.

Tímabundin einstefna sem hefur verið á Aðalstrætinu frá húsi nr. 62 og niður að gatnamótum Aðalstrætis/Urðargötu/Bjarkagötu er ekki í gildi lengur. Umrædd einstefna var sett á á meðan framkvæmdir hafa staðið yfir við grunnskólann á Patreksfirði. Þar sem framkvæmdir liggja niðri nú sem stendur var einstefnan tekin af, en verður sett á aftur þegar framkvæmdir hefjast að nýju og verður það þá auglýst frekar.

Laust starf í heimaþjónustu.

Ert þú frábær?  Vantar þig gefandi hlutastarf á dagvinnutíma?  Vesturbyggð leitar eftir frábærum starfsmanni til heimaþjónustu sem er tilbúinn til þess að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf.  Um tímavinnu er að ræða. Laun skv. gildandi kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 2. nóvember.  Allar nánari upplýsingar veitir Bríet Arnardóttir ba@vesturbyggd.is frá og með 23. október til 26. október en Elsa Reimardóttir elsa@vesturbyggd.is frá og með mánudeginum 29. október.  Símanúmer Vesturbyggðar er 450 2300.

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

Foreldranámskeið í febrúar 2008

Félagsþjónustan í Vesturbyggð hefur áhuga á því að bjóða foreldrum upp á námskeið í uppeldi barna í febrúar 2008, ef næg þátttaka fæst.
Á námskeiðinu verða kenndar leiðir til þess að:
  • Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika
  • Hjálpa börnum til að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni
  • Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu
  • Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt
  • Kenna börnum æskilega hegðun
  • Takast á við venjuleg vandamál i uppeldi

Námskeiðið hentar foreldrum barna allt til 6 ára aldurs, en foreldrar eru helst hvattir til þess að nýta sér það á meðan barnið er á bilinu 3-24 mánuða. Báðir foreldrar eru hvattir til þess að mæta til þess að námskeiðið skili sem bestum árangri.


Leiðbeinandi er Lone Jensen en hún hefur haldið mörg slík námskeið m.a. hjá Miðstöð heilsuverndar barna.

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hjá elsa@vesturbyggd.is eða í síma 450 2300. Kennt verður föstudag 17.00-19.00, laugardag 10.00-12.00 - 13.00-15.00 og 9.30-11.30 sunnudag, alls 8 klukkustundir. Gjald fyrir einstakling er kr.  4.000 en kr. 6.000 fyrir pör.

Meira um skipulag og innihald námskeiðs hér

Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is