Spurningarkeppni í Birkimelsskóla

Nemendafélag Birkimelsskóla á Barðaströnd stóð fyrir spurningakeppni 20. okt. sl.

Keppt var á milli kirkjusókna í sveitinni en þar eru Brjánslækjarsókn og Hagasókn . Boðið var uppá kaffi og nemendur seldu nammi og gos á staðnum .

Kvöldið var sett upp þannig að fram fóru tvær keppnir, krakkakeppni og fullorðinskeppni.  Í krakkakeppnini vann Brjánslækjarsókn en í fullorðinskeppninni vann Hagasókn .

Nemendur fengu að láni sérhönnuð spurningakeppnisborð frá björgunarsveitinni Blakk á Patreksfirði og vildi nemendurnir koma þakklæti til skila til björgunarsveitainnar. 

Vel var mætt á keppnina og skemmtu gestir sér hið besta .

Ferjan Baldur fer aukaferð sunnudaginn 4. nóv. nk.

Ferjan Baldur á Brjánslæk. Ljósm. Mats
Ferjan Baldur á Brjánslæk. Ljósm. Mats
Að beiðni Vesturbyggðar fer ferjan Baldur aukaferð á sunnudaginn. Er það gert vegna keppnisferðar ungmenna úr grunnskólanum sem verða á körfuboltamóti í Borgarfirði. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sæferðir beita sér fyrir því að liðka til fyrir okkur hér á svæðinu. Við færum þeim okkar bestu þakkir.   Ferðir á sunnudaginn verða því sem hér segir.:
Frá Stykkishólmi
kl.  11:00 og aftur kl. 16:30
Frá Brjánslæk kl. 14:00 og aftur kl. 19:00.
Seinni ferðin er án viðkomu í Flatey.

Slökkvilið Vesturbyggðar heimsækir Araklett

Börnin fengu að máta hjálma slökkviliðsmannanna
Börnin fengu að máta hjálma slökkviliðsmannanna
1 af 6
Miðvikudaginn, þann 24. október siðastliðinn komu tveir slökkviliðsmenn, þeir Davið Rúnar og Ingimundur Óðinn, í heimsókn á Araklett. Þeir ræddu við börnin á Króki (eldri deild) um brunavarnir. Einnig fóru þeir með börnin um leikskólann og sýndu þeim reykskynjara, slökkvitæki og neyðarútganga. Eftir að hafa unnið nokkur skemmtileg verkefni með slökkviliðsmönnunum "útskrifuðust" börnin sem aðstoðarmenn slökkviliðsins og munu í framtíðinni kanna reglulega hvort reykskynjarar, slökkvitæki og neyðarútgangar séu í lagi. Hér má sjá nokkrar myndir af heimsókninni.

Kærleiksbjörn á ferð um Patreksfjörð.

Þegar fréttamaður var á leið í vinnu í morgun fylltist hjarta hans af kærleik. Eftir endilögnu Aðalstrætinu mátti sjá bleikar og rauðar blöðrur sem skreyttu bæinn. Skemmst er að minnst kærleiksorðanna sem sem lágu undir rúðuþurrkum Patreksfirðinga fyrir rúmum mánuði síðan. Kærleiksbjörinn dularfulli gleður hjörtu samborgara sinna og mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar. Hvort Patreksfjörður er orðin Kærleiksþorp skal ósagt en með hjálp Kærleiksbjarnarins ættu Patreksfirðingar að vera á réttri leið. 

Matseðlar vegna skólamáltíða í nóvember.

Mynd tekin í matsal Patreksskóla
Mynd tekin í matsal Patreksskóla
Bíldudalur matseðill í nóvember 2007
Patreksfjörður matseðill í nóvember 2007
 
Enn geta foreldrar og forráðamenn skráð börnin sín í skólamötuneytið.  Eyðublöð er hægt að finn hér og skal þeim skilað á skrifstofu Vesturbyggðar.
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is