Pósturinn - atvinna

Bílstjóri óskast á Patreksfirði

Pósturinn leitar að kraftmiklum og ábyrgðarfullum einstakling í útkeyrslu.

Starfsmaður óskast í tímavinnu á Patreksfirði

Pósturinn óskar eftir að ráða starfsmann í tímavinnu á pósthúsið Patreksfirði.


Meira

Almenningssamgöngur, Tálknafjörður - Patreksfjörður

Bætt hefur verið inn ferð sem fer frá Tálknafirði klukkan 07:15 alla virka daga og keyrir yfir á Patreksfjörð. Gjaldskrá almenningssamganga í Vesturbyggð gildir fyrir þá ferð líkt og aðrar ferðir almenningssamgangna á svæðinu.  

Bíllinn stoppar fyrir utan Tígulinn í Tálknafirði og er áfangastaður á Patreksfirði hafnarsvæðið.

Verkefnið er samstarfsverkefni Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps og Odda hf. á Patreksfirði.


Meira

Hundahald - eyðublöð

Vesturbyggð vill benda á að nú er hægt að skrá og afskrá hunda í gegn um heimasíðu Vesturbyggðar.

Hægt er að fara inn á „eyðublöð“ og smella síðan á „hundahald“ og þá birtist skjal þar sem viðkomandi getur skráð eða afskráð hund sinn.

Vegna þess hversu seint þetta kom inn á síðuna hjá okkur, þá mun þetta eyðublað liggja frammi hjá dýralækninum þegar hann kemur n.k. þriðjudag.

Hægt er að nálgast eyðublaðið hér


Meira

Borgarafundur Vestfirðinga. Fólk í fyrirrúmi

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur í samstarfi við sveitarfélög, verkalýðsfélög o.fl. boðað til borgarafundar um brýnustu  málefni vestfirsk samfélags í dag.  

 


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, fimmtudaginn 21. september 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 312. fundur, haldinn 30. ágúst.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 810. fundur, haldinn 12. september.

3.Bæjarrráð – 811. fundur, haldinn 20. september.

4.Hafnarstjórn – 155. fundur, haldinn 18. september.

5.Atvinnu- og menningarráð – 17. fundur, haldinn 18. september.

6.Skipulags- og umhverfisráð – 38. fundur, haldinn 19. september.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is