Nýr starfsmaður: Lilja Sigurðardóttir

Við bjóðum velkomna til starfa Lilju Sigurðardóttur

Lilja er sjávarútvegsfræðingur að mennt með MS í Forystu og stjórnun, hún hefur einnig lokið grunnnámi í Flugumferðastjórn.  Lilja hefur starfað við verk- og gæðastjórn í fiskvinnslu, gæðastjórn í fiskeldi, verið verslunarstjóri í bæði matvöruverslun og í fataverslun, gjaldkeri í banka, og ýmislegt fleira. 

Lilja mun gegna starfi innheimtufulltrúa ásamt því að sinna hlutverki þjónustufulltrúa í tæknideild.


Meira

Nýárskveðja

Bæjarstjórn og starfsfólk Vesturbyggðar óskar íbúum Vesturbyggðar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samskiptin á liðnum árum.


Meira

ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS VESTURBYGGÐAR

Kynningarfundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Vesturbyggðar verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði kl. 20:00 miðvikudaginn 10. janúar og  fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 í Baldurshaga.

Megin markmið fundarins er að fá íbúa sveitarfélagsins til þess að taka virkan þátt í aðalskipulagsvinnunni og koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri varðandi aðalskipulagið.

Einnig verður kynnt á fundinum vinna við verndarsvæði í byggð  það er Milljónahverfið á Bíldudal og hluti Strandgötunnar Patreksfirði.

Vonast er til að íbúar Vesturbyggðar fjölmenni á þessi fundi og láta sig málið varða.


Meira

Lokað eftir hádegi í dag

Skrifstofa Vesturbyggðar lokar klukkan tólf á hádegi í dag miðvikudag vegna jólastundar starfsfólks Vesturbyggðar.


Meira

Útskriftarhátíð í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin miðvikudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði.

Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is