Dýralæknir

Árleg hreinsun og bólusetning verður í Sigurðarbúð (hús Björgunarsveitarinnar) á Patreksfirði milli kl. 16:00 og 17:30 þriðjudaginn 26. september n.k.

Hundaeigendur greiða sjálfir fyrir bólusetninguna en hreinsunin er innifalin í hundaleyfisgjaldi. Kattaeigendur greiða fyrir hreinsun sinna katta.

Ef dýraeigendur þurfa á annari aðstoð dýralæknis að halda þá eru þeir vinsamlega beðnir að hringja í Sigríði dýralækni áður en hún kemur á svæðið. Símatími hjá henni er milli kl 09:00 og 12:00 alla virka daga í síma 861-4568.Meira

Opinn fundur á Bíldudal

Þriðjudaginn 19. sept. klukkan 20:30 verður haldinn opinn fundur í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, þar sem kynntar verða grenndarkynningar vegna fyrirhugaðra breytinga á hafnarsvæðinu á Bíldudal.

Allir velkomnir.


Meira

Fyrsta sprenging Dýrafjarðarganga

Fyrsta sprenging Dýrafjarðarganga verður á morgun, fimmtudaginn 14. september. Unnið hefur verið að undirbúningi gangagerðarinnar frá því fyrr í sumar. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, kemur til með að sprengja fyrstu gangasprenginguna í munnanum Arnarfjarðarmegin, í landi Rauðsstaða skammt frá Mjólkárvirkjun.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá stendur til að dagskrá hefjist klukkan 14.15 á fimmtudaginn í Arnarfirði og er gert ráð fyrir því að sprengingin verði klukkan 16. Allir eru velkomnir. 


Meira

Alda Davíðsdóttir ráðin forstöðumaður Héraðsbókasafns Vestur- Barðastrandasýslu.

Alda Davíðsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Héraðsbókasafn Vestur- Barðastrandasýslu og hóf hún störf í1. september. Alda er með meistaragráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. 

Velkomin til starfa Alda

 

 


Meira

Körfuboltadagur fyrir krakka á Patreksfirði og æfingaferð meistaraflokks

Um helgina heldur leikmannahópur Vestra á Tálknafjörð og Patreksfjörð í æfingaferð þar sem strengir verða stilltir fyrir mót og æft af krafti.

Í tengslum við ferðina mun Körfuknattleiksdeild Vestra bjóða upp á Körfuboltadag fyrir alla krakka á svæðinu. Körfuboltadagurinn fer fram í íþróttahúsinu á Patreksfirði og hefst kl. 14:00 laugardaginn 9. september. Boðið verður upp á skemmtilegar körfuboltaæfingar og leiki fyrir alla áhugasama krakka. Umsjón verður í höndum Yngva Gunnlaugssonar yfirþjálfara og leikmanna meistaraflokks.

Sunnudaginn 10. september kl. 14:00 verður svo boðið upp á svokallaðan „hvítir á móti bláum“ æfingaleik í íþróttahúsinu á Patreksfirði þar sem leikmenn  meistaraflokks etja kappi í tveimur liðum. Allir eru velkomnir á leikinn og vonust við til að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum fjölmenni.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is