Blóðsykursmæling

Lionsklúbbur Patreksfjarðar og   Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði  bjóða upp á mælingu blóðsykurs laugardaginn 2. desember 2017.

Mælingarnar fara fram á heilsugæslustöðinni á Patreksfirði að Stekkum 1 milli kl. 10:00 og 12:00

Þeir sem hafa áhuga á því að vita um stöðu blóðsykurs síns eru hvattir til að nota tækifærið  og mæta í mælingu.

Besta mælingin fæst með því að fasta (neyta engrar fæðu) frá kvöldinu áður.


Meira

Bæjarstjórnarfundur

  1. fundur bæjarstjórnar verður haldinn að Aðalstræti 63, Patreksfirði, miðvikudaginn 29. nóvember 2017 og hefst kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar

1.Bæjarstjórn – 314. fundur, haldinn 18. október.

Fundargerðir til staðfestingar

2.Bæjarráð – 815. fundur, haldinn 19. október.

3.Bæjarráð – 816. fundur, haldinn 30. október.

4.Bæjarráð – 817. fundur, haldinn 9. nóvember.

5.Bæjarráð – 818. fundur, haldinn 18. nóvember.

6.Bæjarráð – 819. fundur, haldinn 20. nóvember.

7.Bæjarráð – 820. fundur, haldinn 21. nóvember.

8.Bæjarráð – 821. fundur, haldinn 23. nóvember.

9.Bæjarráð – 822. fundur, haldinn 27. nóvember.

10.Fræðslu- og æskulýðsráð – 37. fundur, haldinn 14. nóvember.

11.Hafnarstjórn – 156. fundur, haldinn 13. nóvember.

12.Skipulags- og umhverfisráð – 41. fundur, haldinn 10. nóvember.

Almenn erindi

13.Fjárhagsáætlun 2018 – fyrri umræða.


Meira

Unnið við vatnsveitu á Patreksfirði

Vegna vinnu við vatnsveitu á Patreksfirði verður Þórsgatan lokuð á meðan unnið er að viðgerð.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Vatnsveitan


Meira

Kallað eftir aukinni þjónustu vegagerðarinnar

Bæjarráð Vesturbyggðar ályktaði um þá stöðu sem komin er upp í samgöngumálum á svæðinu. 

Bæjarráð bendir á að á vetrum er Breiðafjarðarferjan Baldur lífæð samgangna fyrir sunnanverða Vestfirði. Bent er einnig á að umferð flutningabifreiða inn og útaf svæðinu er vikulega rúmlega 100 bílar auk annarra umferðar. Ljóst er, svo að ekki verði alvarleg röskun á samgöngum í landshlutanum með tilheyrandi tjóni og óþægindum fyrir fyrirtæki og íbúa, að auka verður verulega vetrarþjónustu á vegakerfi landshlutans. 

Samkvæmt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra þá eru starfsmenn vegagerðarinnar að fara yfir stöðuna í samráði við hagsmunaaðila um hvernig unnt er að mæta þörfum samfélagsins, ekki síst þungaflutningum á meðan þetta ástand varir. 


Meira

Stofnfundur Vestfjarðastofu haldinn 1. desember 2017

Um nokkurt skeið hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Vestfjarðastofu ses. Vestfjarðastofa mun taka að sér að reka og þróa áfram þau verkefni sem Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafa sinnt hingað til.

Miðað er við að Vestfjarðastofa verði sjálfseignarstofnun í eigu sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka á Vestfjörðum og víðar. Tilgangur Vestfjarðastofu verður að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífi, byggðaþróun og menningu á Vestfjörðum.

Stofnfundur Vestfjarðastofu verður haldinn þann 1. desember kl. 13 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Fundurinn er öllum opinn, en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á netfangið fv@vestfirdir.is


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is