Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Fyrsta gangan verður á morgun, gengið verður bæði á Patreksfirði og á Bíldudal. Á Patreksfirði verður gengið upp Mikladal. Mæting við N1 klukkan 18:00. Göngustjóri er Þóra Sjöfn Kristinsdóttir. Á Bíldudal verður gengið upp varnargarðinn. Göngustjóri er Lára Þorkelsdóttir. Mæting við Vegamót klukkan 18:00. Allir hvattir til að mæta bæði ungir sem aldnir. Hægt er að skrá sig í göngu hér en dregið verður úr hópi þeirra sem skrá sig og eru veglegir vinningar í boði. Ekki er þó nauðsynlegt að skrá sig og er auðvitað bara hægt að mæta á staðinn.

Allar upplýsingar um göngurnar er hægt að nálgast hér


Meira

Grenndarkynning hafnarsvæði á Bíldudal

Hér með boðar bæjarstjórn Vesturbyggðar til á hafnarsvæði á Bíldudal í samræmi við ákvæði 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

Breytingin á fyrirkomulagi hafnarsvæðis eru tvíþættar:

  1. Gert er ráð fyrir viðbyggingu við Strandgötu 1 sem verður útskipunarhús fyrir afurðir Arnarlax. Gert er ráð fyrir þremur hleðslubrúm fyrir flutningsbifreiðar. Botnplata og sökklar verða steinsteyptir en húsið sjálft er stálgrindarhús. Veggir og þak verða klædd með yleiningum. Samhliða þessu verður gafl á vinnsluhúsi klæddur sömu klæðningu og gaflkassi hækkaður. Gönguhurð verður bætt við á suðvesturgafla aðalbyggingar. (Sjá meðfylgjandi teikningar).
  2. Samhliða byggingu og lokun götu vegna byggingar þá er aðkomu að höfn breytt eins og afstöðumynd sýnir. Tenging við hafnarsvæðið færist suður fyrir Hafnarbraut 2.

Meira

Vatnslaust

Lokað verður fyrir vatn á morgun miðvikudaginn 6. september milli klukkan 8:30 til 14:00 vegna viðgerðar á vatnslögn. Þau hús sem verða vatnslaus eru Sigtún 17 - 67, Aðalstræti 89,90 og 92 og mögulega Balar 4 og 6. 


Meira

Grænfána flaggað á Arakletti

Í gær afhenti Friðbjörg Matthíasdóttir bæjarstjóri fyrir hönd Landverndar leikskólanum Arakletti á Patreksfirði Grænfánann. Araklettur hefur síðast liðið ár verið í aðlögunarferli sem skóli á grænni grein. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál.

Það var mikil gleði á Arakletti þegar Grænfáninn var dregin að húni í gær.


Meira

Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum - niðurstaða útboðs

Þann 21. ágúst 217 kl. 11:00 voru tilboð opnuð í verkið Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum.

Eftirfarandi tilboð bárust.

Leið II

1. ár

3. ár

     

Travel West

7.316.400

21.949.200

     

Kostnaðaráætlun

2.886.000

8.658.000

     

Bíldudalur-Tálknafjörður-Patreksfjörður

     
           
           

Leið I

1. ár

3. ár

     

Smá von ehf

20.250.000

60.750.000

     

Keran St. Ólason

29.975.400

89.926.200

     

S&S ehf

36.000.000

108.000.000

     

Kostnaðaráætlun

17.316.000

51.948.000

     

Patreksfjörður-Tálknafjörður-Bíldudalur-Tálknafjörður-Patreksfjörður

 

Tekin hefur verið ákvörðun um að ganga til samninga við Smá von ehf. í leið I.

Tilboði sem barst í leið II er hafnað.


Meira
Fréttasafn
Vesturbyggð - Kt. 510694-2369 - Aðalstræti 63 - 450 Patreksfirði - Sími: 450 2300 - Fax: 456 1142 - Netfang: vesturbyggd@vesturbyggd.is